Rodriguez fékk Golden Globe fyrir aðahlutverk í þáttunum Jane the Virgin og pantaði hún að sögn Magna fullt af flíkum frá Kron by Kronkron.

„Þetta eru dásamleg viðbrögð og svo frábært hvað þessar „stjörnur“ hrífast af okkar hönnun og eru allar af vilja gerðar til að leggja sitt af mörkum til að kynna okkur í Bandaríkjunum. Það er ansi sterkt tengslanet að myndast þar fyrir okkur,“ bætir Hugrún við.
Þau komu fram í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni NBC fjórum sinnum. „Þetta er svakalega dýrmæt auglýsing fyrir okkur og við erum svakalega þakklát fyrir þetta. Þetta virðist vera að vinda upp á sig og því er úr ansi miklu að vinna í kjölfarið,“ segir hún.
Ekki er víst hvort samskonar kynning verður á Óskarsverðlaunahátíðinni sem verður haldin í næsta mánuði, en fyrirkomulagið þar er annað en tíðkast til dæmis á Golden Globe.