Snorri Steinn: Það var smá vesen á Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska liðsins og stýrir sóknarleiknum eins og hann hefur gert í næstum áratug. Vísir/Eva Björk Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Það væsir ekki um strákana okkar, frekar en önnur keppnislið, hér í Doha í Katar. Íslenska landsliðið dvelur á fimm stjörnu hóteli í miðbænum þar sem rúmt er um hvern mann og séð til þess að engan skorti neitt. „Það er stórmunur á því að vera á góðu hóteli og lélegu. Hér er allt til fyrirmyndar og því engin ástæða til að láta utanaðkomandi hluti trufla mann. Við getum bara einbeitt okkur að handboltanum og það er það sem við viljum gera,“ sagði Róbert í samtali við Fréttablaðið í gær.Fékk grjótharða dýnu Róbert hefur stundum þurft að taka dýnuna úr rúmi sínu á stórmótum og sofa á gólfinu, til að hlífa bakinu. „Það þurfti ekki nú. Ég fékk grjótharða dýnu sem ég er mjög ánægður með.“ Snorri Steinn tók í svipaðan streng og sagði að strákarnir hefðu verið fljótir að aðlagast. „Við höfum nú verið hérna í tvo daga og það var gott að koma aðeins fyrr og sjá öll háhýsin og allt þetta sem gerir Doha sérstaka,“ segir hann og bætir við að ekki sé annað að sjá á íslenska hópnum en að allir séu klárir í slaginn. „Umræðan fyrir síðustu tvö stórmót á undan hefur nánast eingöngu snúist um meiðsli leikmanna en ég á nú í erfiðleikum með að tína til einhver smávægileg meiðsli hér og þar. Það er nýtt af nálinni,“ segir hann en það eina sem hefur sett strik í undirbúning íslenska liðsins er staða Arons Pálmarssonar sem varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. „Það var smá vesen á Aroni,“ segir Snorri og hlær. „En mér sýnist að hann sé kominn í gott stand og var ekki að sjá annað á æfingaleikjunum um helgina. Það er því ekki yfir neinu að kvarta og því gott að geta einbeitt sér alfarið að fyrsta leik keppninnar.“Vitum ekki hvernig liðið stendur Ísland mætir Svíþjóð klukkan 18.00 í kvöld í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Af liðunum sex í riðlinum komast fjögur áfram í 16-liða úrslitin en niðurröðun liðanna skiptir afar miklu máli til að sleppa við allra bestu lið hins geysisterka D-riðils í 16-liða úrslitunum, þó það sé vitað mál að öll fjögur liðin sem komast úr honum geti veitt Íslandi harða samkeppni.Vilja sjá stíganda í liðinu Snorri segir að strákarnir ætli sér langt, rétt eins og á öllum stórmótum. „Sú tilfinning hverfur aldrei. Við ætlum að byrja á að standa okkur vel í riðlinum og vitum að við þurfum að eiga góðan leik í 16-liða úrslitunum, sama hvaða liði við mætum. En það er alltaf betra að spila vel í riðlinum og sjá að það er stígandi í liðinu,“ segir Snorri. „Við vitum í raun ekki hvað við erum að fara út í enda erfitt að meta nákvæmlega hvernig liðið okkar stendur,“ segir Róbert. „Við áttum flottan leik gegn Danmörku og maður sér mikla möguleika í liðinu – enda getum við margt og höfum aukið breiddina.“ Hann segir þó ljóst að það geti brugðið til beggja vona. „Ég vil ekki vera svartsýnn en liðið okkar er þess eðlis. En ef við höldum okkur við það sem fyrir okkur er lagt og það sem við kunnum þá hef ég engar áhyggjur. Oftast erum við sjálfum okkur verstir en ef við höldum einbeitingu og skipulaginu í lagi þá verður þetta flottur dagur á morgun [í dag].“Alvaran loksins að byrja Snorri Steinn segir enn fremur að það sé langur vegur fram undan í löngu móti, þótt það sé mikilvægt að byrja vel. „Við tökum einn leik fyrir í einu og stefnum að því að bæta okkur í hverjum leik. Við erum þó afar vel stemmdir fyrir þennan leik gegn Svíum og þó svo að við séum nú staddir í Katar er tilfinningin sú sama og alltaf fyrir stórmót. Það er bara gott að undirbúningurinn er að baki og að alvaran er loksins að fara að byrja.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira