Aron: Getum allt á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 16. janúar 2015 07:00 Aron Pálmarsson fékk smá stríðni frá fyrirliðanum, Guðjóni Val Sigurðssyni, í gær. Vísir/Eva Björk Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það er allt til reiðu hjá strákunum okkar í Doha í Katar þar sem HM í handbolta hófst í gær með opnunarleik heimamanna gegn Brasilíu. Ísland mætir Svíþjóð í Al Sadd-keppnishöllinni sem tekur tæplega átta þúsund manns í sæti. „Við erum tilbúnir og bíðum nú bara eftir því að þetta komist í gang,“ sagði Aron Kristjánsson við Fréttablaðið í gær en hann ræddi við fjölmiðlamenn á hóteli liðsins í Doha. Þar fer afar vel um strákana sem eru þar að auki meiðslafríir – svo gott sem. „Hér er allur aðbúnaður mjög góður og brúnin á mönnum lyftist í þessu hlýja loftslagi.“ „Svíar eru mjög sterkir,“ segir hann um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru með sterka markverði og öfluga vörn. Ég á von á því að þeir muni keyra þetta áfram á honum og þykist vita að þeir ætla sér að refsa okkur með hraðaupphlaupum.“Með ágætis plan gegn Svíunum Hann segir að liðið eigi reynda sóknarmenn og þá er Kim Andersson að koma aftur inn af miklum krafti eftir fjarveru. „Hann styrkir þá mikið og þeir eru þar að auki með góða hornamenn og línumann. En það verður lykilatriði fyrir okkur að hleypa þeim ekki í gang með hraðaupphlaupin og við þurfum að passa sérstaklega upp á skiptingar á milli sóknar og varnar í því tilliti.“ Aron segir að leikmenn sínir verði að einbeita sér að því í kvöld að halda bæði aga og skipulagi í sóknarleiknum. „Við þurfum að klára sóknirnar okkar og sjá svo til hvort við getum ekki dregið helstu vígtennurnar úr þeim í sóknarleiknum. Við þurfum að hafa góðar gætur á skyttunum þeirra.“ Ísland og Svíþjóð áttust við í æfingaleik á föstudaginn en það er lítið að marka þann leik, enda hvíldu bæði lið lykilmenn. „Við höfum svo skoðað vel þá leiki sem Svíarnir spiluðu eftir þann leik, til dæmis gegn Dönum, og teljum við okkur tilbúna með ágætis plan gegn þeim.“Björgvin Páll lítur vel út Margir hafa áhyggjur af markvörslu íslenska liðsins en það sýndi sig í æfingaleikjunum um helgina að ef varnarleikurinn er ekki upp á sitt besta eiga markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson erfitt uppdráttar. „Við spilum vörn sem útheimtir mikla orku en mér hefur fundist Björgvin standa sig vel á æfingum og að þeir vegi hvor annan vel upp. Þeir eru ólíkar týpur en eru teymi og alltaf tilbúnir að koma inn á og breyta gangi leiksins,“ segir Aron. „Auðvitað koma kaflar inn á milli þar sem þeim gengur misvel en mér finnst að það sé mikill hugur í þeim.“ Ljóst er að úrslit leiksins í kvöld geta haft mikla þýðingu fyrir Ísland og frammistaðan í leiknum mun gefa tóninn fyrir framhaldið. Aron ætlar þó að halda ró sinni enda nóg eftir af mótinu. „Við ætlum að ná eins hagstæðum úrslitum og við getum í riðlakeppninni og koma liðinu bæði í rétta gírinn og í sem besta stöðu fyrir útsláttarkeppnina. Þá tekur bara bikarúrslitaleikur við í hverri umferð og mér finnst við vera með liðið sem getur staðið öllum á sporði á góðum degi. Þá snýst þetta um að halda leikmönnum heilum og að dagsformið sé gott. En þó svo að leikurinn gegn Svíum sé mikilvægur er ljóst að hann er engin endastöð fyrir okkur í þessari keppni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira