Virðingin og viskan Frosti Logason skrifar 15. janúar 2015 07:00 Snemma á lífsleiðinni var mér kennd sú göfuga dyggð að bera alltaf virðingu fyrir þeim sem mér væru eldri. Þetta er auðvitað mjög góð regla sem reyndist mér fullkomlega eðlilegt að fara eftir lengstum framan af. Þeir sem voru eldri en ég voru yfirleitt bæði lífsreyndari og gáfaðri þannig að ég gat ekki annað en borið virðingu fyrir slíku fólki. Á unglingsárunum kom það svo stundum fyrir að ég gleymdi þessari ágætu reglu. Aukið flæði hormóna og hið svokallaða gelgjuskeið villti mig tímabundið af leið góðra siða og kurteisi. Ég gat þá stundum staðið sjálfan mig að því að rífa kjaft við kennara og annað fólk sem átti að hafa vit fyrir mér. Ég er ekkert sérlega stoltur af því tímabili í lífi mínu. Í fyrrakvöldvar ég svo minntur hressilega á þessa göfugu dyggð þegar ég horfði á virðulegan og fullorðinn þingmann íslensku þjóðarinnar tjá sig í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Þar stóð hún holdi klædd, þessi lífsreynsla og viska eldri kynslóðarinnar sem réttilega kallaði á skilyrðislausa athygli mína og virðingu. Þingmaðurinn veraldarvani talaði af djúpri þekkingu um flókin viðfangsefni líðandi stundar og sýndi þar að það eru ekki bara einhverjir vitleysingar sem komast inn á Alþingi. Fyrr í vikunni hafði sami þingmaður sett fram áhugaverða hugleiðingu á Facebook-síðu sinni. Hann spurði: „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ Eftir að fjölmargir höfðu orðið til þess að benda þingmanninum á að slíkar hugmyndir myndu sennilega ekki standast íslensk lög og að þær gengju einfaldlega þvert á ýmis grundvallarlýðræðisgildi, sem við höfum hingað til sammælst um að byggja samfélag okkar á, mátaði hann andstæðinga sína með úthugsuðu andsvari. Þá tók hann nefnilega fram að skýran greinarmun verði að gera á múslimum annars vegar og múslimistum hins vegar. Það væri auðvitað fólkið sem við þyrftum að rannsaka. Hvílík snilld! Því miður eru svona snillingar ekki á hverju strái því annars væri Ísland sannarlega bezt í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Snemma á lífsleiðinni var mér kennd sú göfuga dyggð að bera alltaf virðingu fyrir þeim sem mér væru eldri. Þetta er auðvitað mjög góð regla sem reyndist mér fullkomlega eðlilegt að fara eftir lengstum framan af. Þeir sem voru eldri en ég voru yfirleitt bæði lífsreyndari og gáfaðri þannig að ég gat ekki annað en borið virðingu fyrir slíku fólki. Á unglingsárunum kom það svo stundum fyrir að ég gleymdi þessari ágætu reglu. Aukið flæði hormóna og hið svokallaða gelgjuskeið villti mig tímabundið af leið góðra siða og kurteisi. Ég gat þá stundum staðið sjálfan mig að því að rífa kjaft við kennara og annað fólk sem átti að hafa vit fyrir mér. Ég er ekkert sérlega stoltur af því tímabili í lífi mínu. Í fyrrakvöldvar ég svo minntur hressilega á þessa göfugu dyggð þegar ég horfði á virðulegan og fullorðinn þingmann íslensku þjóðarinnar tjá sig í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Þar stóð hún holdi klædd, þessi lífsreynsla og viska eldri kynslóðarinnar sem réttilega kallaði á skilyrðislausa athygli mína og virðingu. Þingmaðurinn veraldarvani talaði af djúpri þekkingu um flókin viðfangsefni líðandi stundar og sýndi þar að það eru ekki bara einhverjir vitleysingar sem komast inn á Alþingi. Fyrr í vikunni hafði sami þingmaður sett fram áhugaverða hugleiðingu á Facebook-síðu sinni. Hann spurði: „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrlandi eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ Eftir að fjölmargir höfðu orðið til þess að benda þingmanninum á að slíkar hugmyndir myndu sennilega ekki standast íslensk lög og að þær gengju einfaldlega þvert á ýmis grundvallarlýðræðisgildi, sem við höfum hingað til sammælst um að byggja samfélag okkar á, mátaði hann andstæðinga sína með úthugsuðu andsvari. Þá tók hann nefnilega fram að skýran greinarmun verði að gera á múslimum annars vegar og múslimistum hins vegar. Það væri auðvitað fólkið sem við þyrftum að rannsaka. Hvílík snilld! Því miður eru svona snillingar ekki á hverju strái því annars væri Ísland sannarlega bezt í heimi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun