Refirnir fjórir með reynsluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2015 07:30 Guðjón Valur, Róbert, Snorri Steinn og Ásgeir Örn eru reynsluboltar. Vísir Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur. HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Það verða engir nýgræðingar sem berjast fyrir íslensku þjóðina á HM í Katar sem hefst með leik við Svía annað kvöld. Enginn nýliði er í íslenska hópnum og átta leikmenn eru með þessu móti meðtöldu komnir með tíu stórmót eða fleiri á ferilskrána sína. Það hefur verið skrifað um háan meðalaldur íslenska liðsins en á móti kemur að í liðinu eru leikmenn sem hafa oft gengið í gegnum stórmótafárið saman. Það kemur þeim því fátt á óvart á næstu vikum enda hafa þeir flestallir gengið í gegnum súrt og sætt á stórmótum íslenska landsliðsins undanfarin ár.Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.Vísir/StefánÞrír leikmenn íslenska hópsins detta í tuginn með þátttöku sinni í Katar en það eru skytturnar Arnór Atlason og Alexander Petersson og varnartröllið Sverre Jakobsson. Íslenska þjóðin er reyndar búin að bíða svolítið eftir tíunda stórmóti Alexanders sem hefur ekki verið með liðinu á stórmóti síðan á Ólympíuleikunum í London 2012. Það slær þó enginn við stórmótareynslu landsliðsfyrirliðans Guðjóns Vals Sigurðssonar sem er nú kominn á sitt átjánda stórmót á ferlinum. Guðjón Valur hefur bæði brotið hundrað leikja og fimm hundruð marka múrinn á stórmótum og er sá leikmaður sem hefur spilað samanlagt flesta leiki og skorað flest mörk á HM, EM eða Ólympíuleikum. Guðjón Valur var fyrst með á Evrópumótinu í Króatíu fyrir fimmtán árum og vantar nú aðeins þrjú mörk til að skora sitt sex hundraðasta mark fyrir Ísland á stórmóti.Róbert Gunnarsson 14. stórmótið 6 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 84 leikir, 207 mörkLínumaðurinn Róbert Gunnarsson er í öðru sæti á eftir Guðjóni Val en hann er á leiðinni á sitt fjórtánda stórmót. Róbert hefur verið með á öllum mótum íslenska liðsins síðan hann mætti á sitt fyrsta stórmót á EM í Slóveníu 2014. Fyrsta stórmót Snorra Steins Guðjónssonar var á HM í Portúgal árið áður en Snorri hefur misst af tveimur mótum síðan, HM í Túnis 2005 og EM í Serbíu 2012. Snorri Steinn er á leiðinni á sitt þrettánda stórmót alveg eins og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur verið með á öllum stórmótum síðan fyrir utan HM í Túnis 2005. Björgvin Páll Gústafsson, Aron Pálmarsson og Kári Kristjánsson eru á leiðinni á sitt áttunda, sjöunda og sjötta stórmót en þeir hafa ekki misst úr mót síðan þeir fengu fyrsta tækifærið, Björgvin Páll á ÓL í Peking 2008, Aron á EM í Austurríki 2010 og Kári á HM í Svíþjóð 2011. Hornamennirnir Stefán Rafn Sigurmannsson og Arnór Þór Gunnarsson eru báðir á leiðinni á sitt þriðja stórmót.Snorri Steinn Guðjónsson 13. stórmótið 5 Evrópumót 5 heimsmeistaramót 3 ólympíuleikar 76 leikir, 299 mörkÞrír „reynsluminnstu“ leikmennirnir eru Gunnar Steinn Jónsson, Bjarki Már Gunnarsson og Sigurbergur Sveinsson en þeir eiga allir bara eitt stórmót að baki. Gunnar Steinn og Bjarki Már stimpluðu sig inn á EM í Danmörku fyrir ári en Sigurbergur hefur ekki verið með á stórmóti síðan hann komst í HM-hópinn í Svíþjóð 2011. Íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á HM á móti Svíum annað kvöld en svo taka við leikir á móti Alsír (sunnudag), Frakklandi (þriðjudag), Tékklandi og Egyptalandi. Fréttablaðið er með sinn fulltrúa út í Katar og mun fjalla ítarlega um mótið næstu vikur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira