2015 sagt verða ár samtengdra hluta Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Smart Rainbow-tannburstarnir eru dæmi um "internet hlutanna“ en þeir senda í snjallsíma fólks upplýsingar um tannhirðu og bjóða upp á gagnvirka leiki tengda tannburstuninni. Fréttablaðið/AP Æra myndi óstöðugan að ætla að telja allt það sem á boðstólnum var á heimilistækjasýningunni CES 2015 í Las Vegas í Bandaríkjunum sem lauk fyrir helgi.Einhvern gæti kitlað að bera snjalltækin sín í sérstöku hulstri innanklæða (svipað byssuhulstri hasarmyndanna). Slíkan búnað var að finna á sýningarbás Tech Slinger á CES 2015. Fyrirtækið sendi líka nýverið frá sér belti sem hengja má spjaldtölvur í og gæti hentað þjónum sem þannig taka niður pantanir. Fréttablaðið/APÞar á meðal eru ný sjónvarpstæki sérhönnuð fyrir gagnastreymi af netinu, svo svokölluð ofursjónvörp frá Samsung, sem gera næstum allt nema baka brauð og taka til, snjallúr og önnur snjalltæki sem fólk hengir á sig, jafnvel sem skraut, nettengdir bílar, ný hljómflutningstæki, búnaður til að stýra snjalltækjum með handabendingum einum saman, flygildi af ýmsum toga, sýndarveruleikabúnaður og hvað eina annað. „Internet hluta“ var svo einnig hugtak sem mörgum var tíðrætt um á sýningunni. Í pistli sínum í Top Tech News þar sem fjallað er um CES 2015 segir Anick Jesdanum spámenn á upplýsingatæknisviði kalla árið 2015 „Ár internets hlutanna“. Þar er um að ræða hin og þessi heimilistæki sem búin eru tölvubúnaði, skynjurum og nettengibúnaði, sem síðan sé hægt að tengja hinum þessum þjónustum og hugbúnaði. Tæki og tól heimilisins séu þannig að verða fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Dálítil framtíðartónlist er þetta samt, því ekki hafa menn fyllilega komið sér niður á staðla í þessum efnum. Hátæknisaumaskapur Myndavélar eru ekki einskorðaðar við snjallsíma. Hér getur á að líta saumavél frá Brother sem búin er einni slíkri og skanna að auki. Hægt er að skanna eða mynda munstur og vinna svo með þau á skjá saumavélarinnar. Vélin saumar svo mynstrið þegar það er til reiðu. (Ekki borgar sig þó að bregða sér langt frá því skipta þarf handvirkt um litaþræði eftir því hvernig verkinu vindur fram.) Fréttablaðið/APDæmi um slíkt tæki sem kynnt var á sýningunni er kaffivél Smarter (sem reyndar þarf að bæta í kaffibaunum og vatni með gamla laginu) sem miðar styrk morgunbollans við ástand eigandans. Gögn úr æfingaarmbandinu láta vélina sumsé vita ef eigandinn hefur sofið illa um nóttina og þá er fyrsti bolli dagsins hafður sérstaklega sterkur.Albany Irvin, kynnir hjá QVC, er greinilega stórhrifin af kynningu Chris French hjá LG Electronics í Bandaríkjunum á getu LG G Flex2 snjallsímans.Fréttablaðið/AP Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Æra myndi óstöðugan að ætla að telja allt það sem á boðstólnum var á heimilistækjasýningunni CES 2015 í Las Vegas í Bandaríkjunum sem lauk fyrir helgi.Einhvern gæti kitlað að bera snjalltækin sín í sérstöku hulstri innanklæða (svipað byssuhulstri hasarmyndanna). Slíkan búnað var að finna á sýningarbás Tech Slinger á CES 2015. Fyrirtækið sendi líka nýverið frá sér belti sem hengja má spjaldtölvur í og gæti hentað þjónum sem þannig taka niður pantanir. Fréttablaðið/APÞar á meðal eru ný sjónvarpstæki sérhönnuð fyrir gagnastreymi af netinu, svo svokölluð ofursjónvörp frá Samsung, sem gera næstum allt nema baka brauð og taka til, snjallúr og önnur snjalltæki sem fólk hengir á sig, jafnvel sem skraut, nettengdir bílar, ný hljómflutningstæki, búnaður til að stýra snjalltækjum með handabendingum einum saman, flygildi af ýmsum toga, sýndarveruleikabúnaður og hvað eina annað. „Internet hluta“ var svo einnig hugtak sem mörgum var tíðrætt um á sýningunni. Í pistli sínum í Top Tech News þar sem fjallað er um CES 2015 segir Anick Jesdanum spámenn á upplýsingatæknisviði kalla árið 2015 „Ár internets hlutanna“. Þar er um að ræða hin og þessi heimilistæki sem búin eru tölvubúnaði, skynjurum og nettengibúnaði, sem síðan sé hægt að tengja hinum þessum þjónustum og hugbúnaði. Tæki og tól heimilisins séu þannig að verða fær um að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Dálítil framtíðartónlist er þetta samt, því ekki hafa menn fyllilega komið sér niður á staðla í þessum efnum. Hátæknisaumaskapur Myndavélar eru ekki einskorðaðar við snjallsíma. Hér getur á að líta saumavél frá Brother sem búin er einni slíkri og skanna að auki. Hægt er að skanna eða mynda munstur og vinna svo með þau á skjá saumavélarinnar. Vélin saumar svo mynstrið þegar það er til reiðu. (Ekki borgar sig þó að bregða sér langt frá því skipta þarf handvirkt um litaþræði eftir því hvernig verkinu vindur fram.) Fréttablaðið/APDæmi um slíkt tæki sem kynnt var á sýningunni er kaffivél Smarter (sem reyndar þarf að bæta í kaffibaunum og vatni með gamla laginu) sem miðar styrk morgunbollans við ástand eigandans. Gögn úr æfingaarmbandinu láta vélina sumsé vita ef eigandinn hefur sofið illa um nóttina og þá er fyrsti bolli dagsins hafður sérstaklega sterkur.Albany Irvin, kynnir hjá QVC, er greinilega stórhrifin af kynningu Chris French hjá LG Electronics í Bandaríkjunum á getu LG G Flex2 snjallsímans.Fréttablaðið/AP
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira