Ofbeldi beitt gegn óþægilegum röddum Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. janúar 2015 11:00 Tólf manns létu lífið í árásinni á ritstjórn skoptímaritsins Charlie Hebdo á miðvikudaginn. Í gær féllu svo árásarmennirnir eftir langvinnt umsátur lögreglu norðaustan við París. Einum gísl var þar bjargað. Jafnframt féll þriðji maðurinn í átökum við lögreglu í París í gær, eftir gíslatöku og umsátur. Fjórir gíslar létu jafnframt lífið í gær. Voðaverkin í París í vikunni vekja margvíslegar tilfinningar í brjósti fólks, ekki síst ótta og andúð eða jafnvel viðbjóð á fólki sem fremur slík voðaverk. Jafnframt vaknar víða uggur um að andúðin á ódæðismönnunum styrki þá í trúnni sem vilja kenna múslimum almennt og jafnvel útlendingum yfirleitt um ofbeldi af þessu tagi. Á Facebook-síðu þýsku PEGIDA-samtakanna, sem undanfarnar vikur hafa staðið fyrir vikulegum mótmælagöngum gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, birtust eftirfarandi orð aðeins fáeinum klukkustundum eftir blóðbaðið á ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo á miðvikudaginn: „Íslamistarnir, sem PEGIDA hefur nú varað við í meira en tólf vikur, hafa sýnt það í Frakklandi í dag að þeir eru ekki færir um þátttöku í lýðræði, heldur leita lausna í ofbeldi og dauða.“Frá því í október hafa samtökin PEGIDA efnt til vikulegra mótmæla í Dresden og fleiri borgum Þýskalands. Nafn samtakanna er skammstöfun, sem táknar Evrópskir föðurlandsvinir gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Jafnt og þétt hefur fjölgað í hópi þátttakenda, sem voru nokkur hundruð til að byrja með en nálgast nú 20 þúsund. Enn verður blásið til mótmæla á mánudaginn kemur.Í liði með Breivik? Í stefnuskrá samtakanna segjast þau vilja verja hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda gegn íslamsvæðingu, og vara við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Með þessu orðalagi virðast samtökin óneitanlega skipa sér, að einhverju leyti í það minnsta, í lið með norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti tugi unglinga í þeim yfirlýsta tilgangi að vekja fólk til meðvitundar um og baráttu gegn einmitt þessari sömu „íslamsvæðingu Vesturlanda“, sem hann óttaðist svo mjög að myndi grafa undan hinni gyðing-kristnu menningu heimshlutans. „Tíminn skiptir hér höfuðmáli,“ segir í hinni alræmdu stefnuskrá Breiviks, sem hann birti á netinu í kjölfar grimmdarverka sinna. „Við höfum ekki nema fáeina áratugi til þess að mynda nægilega mikla andstöðu áður en helstu borgir okkar eru orðnar algerlega fullar af múslimum.“Norskur einfari myrti 77 manns þann 22. júlí árið 2011. Átta manns fórust og meira en 200 særðust þegar hann sprengdi sprengju í miðborg Ósló, þar sem Verkamannaflokkurinn var með höfuðstöðvar sínar. Að því búnu hélt hann út í Útey, þar sem hann drap 69 manns, flesta á unglingsaldri. Þar í eyjunni voru ungmennabúðir Verkamannaflokksins haldnar. Breivik situr nú í fangelsi í Noregi, líklega til æviloka.Hvatt til samstöðu Í Noregi höfðu bæði stjórnvöld og allur almenningur vit á því að láta fjöldamorðin í Ósló og Útey ekki hræða sig ofan í skotgrafirnar, sem Breivik vildi grafa. Kannski af því að hann taldi sig vera í liði með norskum almenningi, sem kannaðist þó engan veginn við skrímslið. Fyrstu viðbrögð frá stjórnvöldum í Frakklandi benda til þess að þau vilji fara sömu leið og Norðmenn, hvetja til samstöðu þjóðarinnar gegn ofbeldisfólki frekar en að ala á ótta við þann hluta almennings, sem ofbeldismennirnir telja sig vinna fyrir. „Strax og þessi árás var gerð sameinuðust borgarar Parísar um að sýna óttaleysi okkar, við erum Charlie Hebdo,“ sagði Patrick Klugman, aðstoðarborgarstjóri í París. Franska Þjóðarfylkingin hefur áratugum saman alið á útlendingahræðslu. Leiðtogi hennar og stofnandi, Jean-Marie Le Pen, hefur nú látið dóttur sinn eftir samtökin. Hún hefur reynt að draga úr nýnasísku yfirbragði hreyfingarinnar og tókst að draga að sér fjórðung fylgis meðal kjósenda þegar kosið var til Evrópuþingsins á síðasta ári. Hún ætlar sér stóra hluti í héraðskosningum í Frakklandi snemma í vor.Fær ekki að vera með Marine Le Pen, sem tekin er við af föður sínum Jean Marie Le Pen sem leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, kvartar þó hástöfum undan því að samstaðan í Frakklandi nái ekki til allra. Hún vill að Þjóðarfylkingin, sem áratugum saman hefur alið á ótta við innflytjendur og náði út á það fjórðungi atkvæða Frakka í Evrópuþingskosningum á síðasta ári, fái að vera með á samstöðufundi í París á sunnudaginn. Hún sagðist í gær vera að bíða eftir svörum frá Manuel Valls forsætisráðherra, sem hefur staðið fastur á því að Þjóðarfylkingin fái ekki að vera með í athöfninni: „Þetta er skýrt. Þeir segja að Þjóðarfylkingin sé óvelkomin,“ sagði hún í viðtali við franska fjölmiðla.Sameiginlegur ótti Hinn norski Breivik og frönsku Kouach-bræðurnir eiga það sameiginlegt að fara leið ofbeldis til að kveða niður raddir sem þeir sjálfir óttast. Breivik var hræddur við fjölmenningarstefnu norska Verkamannaflokksins, rétt eins og Kouach-bræðurnir og félagi þeirra óttast ekki aðeins flugbeittan hæðnistóninn í skopteikningum Charlie Hebdo, heldur þau gildi frelsis og oft á tíðum hömluleysis sem einkennt hafa vestræn lýðræðisríki. Ekki er annað að sjá en þar ráði nákvæmlega sami óttinn ferðinni og hjá talibananum í Pakistan, sem hafði fyrir því að skjóta tólf ára stelpu í höfuðið út af því að hún vildi fá að ganga í skóla. „Öfgamennirnir eru hræddir við bækur og penna, máttur menntunar vekur þeim ótta. Þeir eru hræddir við konur,“ sagði Malala Yusoufzai, sem nú hefur fengið friðarverðlaun Nóbels og fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir baráttu sína.Haustdag einn árið 2012 ruddist vopnaður maður inn í skólabifreið í Pakistan, leitaði þar uppi tólf ára stúlku að nafni Malala Yousoufzai og skaut hana í höfuðið. Hún hafði vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ofbeldi talibana og baráttu fyrir skólagöngu stúlkna. Hún náði sér á endanum og hefur haldið baráttu sinni áfram.Bækur og teikniblöð Malala hafði ekki látið hótanir og ofbeldi talibana þagga niður í sér heldur stóð fast á rétti sínum og stúlkna almennt til að fá að ganga í skóla, og hún hefur haldið ótrauð áfram að flytja heimsbyggðinni þennan boðskap. Skopmyndateiknararnir á Charlie Hebdo létu heldur ekki óttann stöðva sig, þótt vafalaust hafi árásin á skrifstofur blaðsins árið 2011 skotið þeim skelk í bringu. Þeir héldu ótrauðir áfram að hæðast að hverju því sem þeim þóknaðist. Ekki síst trúarbrögðum og stjórnmálaleiðtogum, sér í lagi þó stjórnmálaleiðtogum á hægri kantinum. Reglulegar hótanir öfgamanna breyttu þar engu, og nú er ljóst að eftirlifandi teiknarar og blaðamenn Charlie Hebdo ætla að halda áfram að gefa blaðið út.Áfram hlegið Í einni af þeim ótal teiknimyndum, sem birst hafa eftir árásina á miðvikudag, má sjá vopnaða mennina nýkomna út af skrifstofum blaðsins eftir að hafa drepið tólf manns. Annar þeirra segir, furðu lostinn: „Er fólk virkilega ekki hætt að hlæja að okkur?“ Teiknarar Charlie Hebdo virðast í það minnsta staðráðnir í að halda áfram að hlæja, þótt þeim sé verulega brugðið. Franska dagblaðið Liberation bauð þeim skrifstofuaðstöðu og ætlar að gera þeim kleift að prenta milljón eintök af næsta hefti, sem á að koma út í næstu viku. Oftast hefur upplagið ekki verið nema 60 þúsund eintök. Blaðið verður helmingi minna en venjulega, átta síður í stað sextán. „Við erum að skipleggja störfin,“ var haft eftir Richard Malka, lögmanni skopmyndablaðsins, sem tók þátt í fyrsta ritstjórnarfundinum í gærmorgun. Frakkland Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Teiknari svaf yfir sig og missti af ritstjórnarfundinum Skopmyndateiknarinn Renald Luzier missti af ritstjórnarfundinum á skrifstofum Charlie Hebdo í gærmorgun þar sem hann svaf yfir sig. 8. janúar 2015 15:17 „Samstaða er okkar sterkasta vopn“ Forseti Frakklands sagði að Frakkar ættu að sýna staðfestu gegn öllum þeim sem vilja sundra þjóðinni. 9. janúar 2015 19:22 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Charlie Hebdo blöð seljast á tæpar ellefu milljónir á Ebay Charlie Hebdo blöð fóru í sölu á Ebay aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Kouachi-bræðurnir tóku tólf manns af lífi inni á ritstjórnarfundi í höfuðstöðvum blaðsins. 9. janúar 2015 13:32 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Voðaverkin í París í vikunni vekja margvíslegar tilfinningar í brjósti fólks, ekki síst ótta og andúð eða jafnvel viðbjóð á fólki sem fremur slík voðaverk. Jafnframt vaknar víða uggur um að andúðin á ódæðismönnunum styrki þá í trúnni sem vilja kenna múslimum almennt og jafnvel útlendingum yfirleitt um ofbeldi af þessu tagi. Á Facebook-síðu þýsku PEGIDA-samtakanna, sem undanfarnar vikur hafa staðið fyrir vikulegum mótmælagöngum gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“, birtust eftirfarandi orð aðeins fáeinum klukkustundum eftir blóðbaðið á ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo á miðvikudaginn: „Íslamistarnir, sem PEGIDA hefur nú varað við í meira en tólf vikur, hafa sýnt það í Frakklandi í dag að þeir eru ekki færir um þátttöku í lýðræði, heldur leita lausna í ofbeldi og dauða.“Frá því í október hafa samtökin PEGIDA efnt til vikulegra mótmæla í Dresden og fleiri borgum Þýskalands. Nafn samtakanna er skammstöfun, sem táknar Evrópskir föðurlandsvinir gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Jafnt og þétt hefur fjölgað í hópi þátttakenda, sem voru nokkur hundruð til að byrja með en nálgast nú 20 þúsund. Enn verður blásið til mótmæla á mánudaginn kemur.Í liði með Breivik? Í stefnuskrá samtakanna segjast þau vilja verja hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda gegn íslamsvæðingu, og vara við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Með þessu orðalagi virðast samtökin óneitanlega skipa sér, að einhverju leyti í það minnsta, í lið með norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti tugi unglinga í þeim yfirlýsta tilgangi að vekja fólk til meðvitundar um og baráttu gegn einmitt þessari sömu „íslamsvæðingu Vesturlanda“, sem hann óttaðist svo mjög að myndi grafa undan hinni gyðing-kristnu menningu heimshlutans. „Tíminn skiptir hér höfuðmáli,“ segir í hinni alræmdu stefnuskrá Breiviks, sem hann birti á netinu í kjölfar grimmdarverka sinna. „Við höfum ekki nema fáeina áratugi til þess að mynda nægilega mikla andstöðu áður en helstu borgir okkar eru orðnar algerlega fullar af múslimum.“Norskur einfari myrti 77 manns þann 22. júlí árið 2011. Átta manns fórust og meira en 200 særðust þegar hann sprengdi sprengju í miðborg Ósló, þar sem Verkamannaflokkurinn var með höfuðstöðvar sínar. Að því búnu hélt hann út í Útey, þar sem hann drap 69 manns, flesta á unglingsaldri. Þar í eyjunni voru ungmennabúðir Verkamannaflokksins haldnar. Breivik situr nú í fangelsi í Noregi, líklega til æviloka.Hvatt til samstöðu Í Noregi höfðu bæði stjórnvöld og allur almenningur vit á því að láta fjöldamorðin í Ósló og Útey ekki hræða sig ofan í skotgrafirnar, sem Breivik vildi grafa. Kannski af því að hann taldi sig vera í liði með norskum almenningi, sem kannaðist þó engan veginn við skrímslið. Fyrstu viðbrögð frá stjórnvöldum í Frakklandi benda til þess að þau vilji fara sömu leið og Norðmenn, hvetja til samstöðu þjóðarinnar gegn ofbeldisfólki frekar en að ala á ótta við þann hluta almennings, sem ofbeldismennirnir telja sig vinna fyrir. „Strax og þessi árás var gerð sameinuðust borgarar Parísar um að sýna óttaleysi okkar, við erum Charlie Hebdo,“ sagði Patrick Klugman, aðstoðarborgarstjóri í París. Franska Þjóðarfylkingin hefur áratugum saman alið á útlendingahræðslu. Leiðtogi hennar og stofnandi, Jean-Marie Le Pen, hefur nú látið dóttur sinn eftir samtökin. Hún hefur reynt að draga úr nýnasísku yfirbragði hreyfingarinnar og tókst að draga að sér fjórðung fylgis meðal kjósenda þegar kosið var til Evrópuþingsins á síðasta ári. Hún ætlar sér stóra hluti í héraðskosningum í Frakklandi snemma í vor.Fær ekki að vera með Marine Le Pen, sem tekin er við af föður sínum Jean Marie Le Pen sem leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, kvartar þó hástöfum undan því að samstaðan í Frakklandi nái ekki til allra. Hún vill að Þjóðarfylkingin, sem áratugum saman hefur alið á ótta við innflytjendur og náði út á það fjórðungi atkvæða Frakka í Evrópuþingskosningum á síðasta ári, fái að vera með á samstöðufundi í París á sunnudaginn. Hún sagðist í gær vera að bíða eftir svörum frá Manuel Valls forsætisráðherra, sem hefur staðið fastur á því að Þjóðarfylkingin fái ekki að vera með í athöfninni: „Þetta er skýrt. Þeir segja að Þjóðarfylkingin sé óvelkomin,“ sagði hún í viðtali við franska fjölmiðla.Sameiginlegur ótti Hinn norski Breivik og frönsku Kouach-bræðurnir eiga það sameiginlegt að fara leið ofbeldis til að kveða niður raddir sem þeir sjálfir óttast. Breivik var hræddur við fjölmenningarstefnu norska Verkamannaflokksins, rétt eins og Kouach-bræðurnir og félagi þeirra óttast ekki aðeins flugbeittan hæðnistóninn í skopteikningum Charlie Hebdo, heldur þau gildi frelsis og oft á tíðum hömluleysis sem einkennt hafa vestræn lýðræðisríki. Ekki er annað að sjá en þar ráði nákvæmlega sami óttinn ferðinni og hjá talibananum í Pakistan, sem hafði fyrir því að skjóta tólf ára stelpu í höfuðið út af því að hún vildi fá að ganga í skóla. „Öfgamennirnir eru hræddir við bækur og penna, máttur menntunar vekur þeim ótta. Þeir eru hræddir við konur,“ sagði Malala Yusoufzai, sem nú hefur fengið friðarverðlaun Nóbels og fjölmargar aðrar viðurkenningar fyrir baráttu sína.Haustdag einn árið 2012 ruddist vopnaður maður inn í skólabifreið í Pakistan, leitaði þar uppi tólf ára stúlku að nafni Malala Yousoufzai og skaut hana í höfuðið. Hún hafði vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ofbeldi talibana og baráttu fyrir skólagöngu stúlkna. Hún náði sér á endanum og hefur haldið baráttu sinni áfram.Bækur og teikniblöð Malala hafði ekki látið hótanir og ofbeldi talibana þagga niður í sér heldur stóð fast á rétti sínum og stúlkna almennt til að fá að ganga í skóla, og hún hefur haldið ótrauð áfram að flytja heimsbyggðinni þennan boðskap. Skopmyndateiknararnir á Charlie Hebdo létu heldur ekki óttann stöðva sig, þótt vafalaust hafi árásin á skrifstofur blaðsins árið 2011 skotið þeim skelk í bringu. Þeir héldu ótrauðir áfram að hæðast að hverju því sem þeim þóknaðist. Ekki síst trúarbrögðum og stjórnmálaleiðtogum, sér í lagi þó stjórnmálaleiðtogum á hægri kantinum. Reglulegar hótanir öfgamanna breyttu þar engu, og nú er ljóst að eftirlifandi teiknarar og blaðamenn Charlie Hebdo ætla að halda áfram að gefa blaðið út.Áfram hlegið Í einni af þeim ótal teiknimyndum, sem birst hafa eftir árásina á miðvikudag, má sjá vopnaða mennina nýkomna út af skrifstofum blaðsins eftir að hafa drepið tólf manns. Annar þeirra segir, furðu lostinn: „Er fólk virkilega ekki hætt að hlæja að okkur?“ Teiknarar Charlie Hebdo virðast í það minnsta staðráðnir í að halda áfram að hlæja, þótt þeim sé verulega brugðið. Franska dagblaðið Liberation bauð þeim skrifstofuaðstöðu og ætlar að gera þeim kleift að prenta milljón eintök af næsta hefti, sem á að koma út í næstu viku. Oftast hefur upplagið ekki verið nema 60 þúsund eintök. Blaðið verður helmingi minna en venjulega, átta síður í stað sextán. „Við erum að skipleggja störfin,“ var haft eftir Richard Malka, lögmanni skopmyndablaðsins, sem tók þátt í fyrsta ritstjórnarfundinum í gærmorgun.
Frakkland Tengdar fréttir Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54 Teiknari svaf yfir sig og missti af ritstjórnarfundinum Skopmyndateiknarinn Renald Luzier missti af ritstjórnarfundinum á skrifstofum Charlie Hebdo í gærmorgun þar sem hann svaf yfir sig. 8. janúar 2015 15:17 „Samstaða er okkar sterkasta vopn“ Forseti Frakklands sagði að Frakkar ættu að sýna staðfestu gegn öllum þeim sem vilja sundra þjóðinni. 9. janúar 2015 19:22 Myndband af árás lögreglunnar í París Myndbandið getur vakið óhug. 9. janúar 2015 21:36 Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11 Charlie Hebdo blöð seljast á tæpar ellefu milljónir á Ebay Charlie Hebdo blöð fóru í sölu á Ebay aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Kouachi-bræðurnir tóku tólf manns af lífi inni á ritstjórnarfundi í höfuðstöðvum blaðsins. 9. janúar 2015 13:32 Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig. 9. janúar 2015 08:54
Teiknari svaf yfir sig og missti af ritstjórnarfundinum Skopmyndateiknarinn Renald Luzier missti af ritstjórnarfundinum á skrifstofum Charlie Hebdo í gærmorgun þar sem hann svaf yfir sig. 8. janúar 2015 15:17
„Samstaða er okkar sterkasta vopn“ Forseti Frakklands sagði að Frakkar ættu að sýna staðfestu gegn öllum þeim sem vilja sundra þjóðinni. 9. janúar 2015 19:22
Þetta fólk lést í árás gærdagsins í París Tólf manns létust og ellefu særðust í árás manna á ritstjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar í gær. 8. janúar 2015 10:11
Charlie Hebdo blöð seljast á tæpar ellefu milljónir á Ebay Charlie Hebdo blöð fóru í sölu á Ebay aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Kouachi-bræðurnir tóku tólf manns af lífi inni á ritstjórnarfundi í höfuðstöðvum blaðsins. 9. janúar 2015 13:32
Hrottaleg mynd af skrifstofu Charlie Hebdo eftir árásina Fjölmiðlar ytra hafa birt mynd af vettvangi skotárásarinnar í París í gær.Hrottafengnar ljósmyndir. 8. janúar 2015 22:37