Læknasamningarnir gerðir við sérstakar aðstæður Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. janúar 2015 07:00 Undirritun yfirlýsingarinnar. Þorbjörn Jónsson, Illugi Gunnarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Þór Júlíusson og Kristín Huld Haraldsdóttir. Fréttablaðið/Viktoría Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“ Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að fundi loknum að yfirlýsingin væri staðfesting á sameiginlegum vilja ríkisstjórnarinnar og lækna um að ráðist verði í stórfellda uppbyggingu heilbrigðiskerfisins á Íslandi. „Auðvitað er þetta um leið viðurkenning á því að þörf er á slíku átaki. Við höfum rætt hugmyndina á bak við þetta undanfarnar vikur á kannski heldur ítarlegri hátt en birtist þarna, en þetta er fyrst og fremst pólitísk sýn á það hvað þurfi að gera og útfærslan birtist meðal annars í kjarasamningunum sem voru undirritaðir,“ segir Sigmundur. Samkvæmt viljayfirlýsingunni á að veita aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins, byggja nýjan Landspítala og endurnýja tækjabúnað. Auk þess á íslenska heilbrigðiskerfið að verða samkeppnishæft við það sem þekkist á Norðurlöndunum. „Áfram verður haldið á þeirri braut að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, setja enn meira fjármagn í þann hluta ríkisútgjaldanna. Það er reyndar búið að stíga mjög stór skref í því nú þegar, meðal annars í framlögum til Landspítalans sem eru orðin þau hæstu sem hafa nokkurn tímann verið. Niðurskurður eða sparnaður undanfarinna ára var það mikill að það er enn þörf á verulegri viðbót til þess að kerfið geti orðið samkeppnishæft því sem best gerist í heiminum, eins og við viljum ná fram. Það á við um byggingu innviða, húsnæðis, tækjakosts og slíkt,“ segir Sigmundur. Aðspurður hvort sú hækkun sem læknar fengu í sínum kjarasamningum komi til með að hafa áhrif á komandi kjarasamninga. Segir Sigmundur að um hafi verið að ræða sérstakar aðstæður sem bregðast hafi þurft við. Ekki sé forsenda til slíkra hækkana í þeim kjarasamningum sem farið verði í á næstunni þar sem það geti valdið verðbólgu. „Ég hef auðvitað heyrt forystumenn í samtökum launþega tala á þann hátt að litið verði til þess í komandi kjarasamningum. Hins vegar heyrist mér að viðhorfið meðal almennings sé það að þetta hafi verið alveg sérstakar aðstæður sem hafi þurft að bregðast við á sérstakan hátt. Það er tilfinning mín að minnsta kosti að menn geri sér almennt grein fyrir því að það sé ekki hægt að láta það ganga yfir línuna. Að það myndi setja verðbólguna af stað og þar með þurrka út kjarabætur allra. Það eru tækifæri til þess núna að bæta kjör alls almennings verulega og halda áfram að auka kaupmáttinn svo framarlega sem samningar eru ekki til þess fallnir að raska stöðugleikanum. Það er held ég öllum í hag til viðbótar við þann skilning sem mér finnst vera á sérstöðu þessa máls, þá er öllum í hag að samningar verði til þess fallnir að auka kaupmátt.“
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent