Vandræði Grikkja hafa áhrif Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Financial Times hefur eftir Angelu Merkel Þýskalandskanslara að Þjóðverjar geri enn ráð fyrir að Grikkir standi við skuldbindingar sínar. Nordicphotos/AFP Evran hafði um stund í gær ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadal síðan í mars 2006, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times. Veikingin er sögð hafa komið í kjölfar fregna Der Spiegel um helgina um að Þýskaland væri reiðubúið að heimila Grikklandi að ganga út úr evrusamstarfinu og vísbendingar væru um að seðlabanki Evrópu byggi sig undir frekari kaup á ríkisskuldabréfum. Fram kemur að dollarinn hafi styrkst gagnvart öllum gjaldmiðlum nema japönsku jeni og ekki verið sterkari í níu ár. Evran hafi fallið um svo mikið sem 1,2 prósent gagnvart dollar en hún hafi aðeins rétt úr kútnum aftur í 1,1955 dollara á móti evru, og hafði þá ekki verið lægri í fjögur og hálft ár. Gengissveifla evrunnar átti sér að sögn Financial Times stað áður en birtar voru tölur um að verðbólga hafði ekki verið minni á evrusvæðinu í fimm ár í desember. Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Evran hafði um stund í gær ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadal síðan í mars 2006, að því er fram kemur í umfjöllun Financial Times. Veikingin er sögð hafa komið í kjölfar fregna Der Spiegel um helgina um að Þýskaland væri reiðubúið að heimila Grikklandi að ganga út úr evrusamstarfinu og vísbendingar væru um að seðlabanki Evrópu byggi sig undir frekari kaup á ríkisskuldabréfum. Fram kemur að dollarinn hafi styrkst gagnvart öllum gjaldmiðlum nema japönsku jeni og ekki verið sterkari í níu ár. Evran hafi fallið um svo mikið sem 1,2 prósent gagnvart dollar en hún hafi aðeins rétt úr kútnum aftur í 1,1955 dollara á móti evru, og hafði þá ekki verið lægri í fjögur og hálft ár. Gengissveifla evrunnar átti sér að sögn Financial Times stað áður en birtar voru tölur um að verðbólga hafði ekki verið minni á evrusvæðinu í fimm ár í desember.
Mest lesið Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira