Hafa bjargað um tvö þúsund manns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 3. janúar 2015 12:00 Hér má sjá flóttamenn um borð í varðskipinu Tý eftir björgunaraðgerðir í desember. Mynd/Landhelgisgæslan Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“ Flóttamenn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Áhöfn varðskipsins Týs hefur síðan í desember komið að björgun um 2.000 flóttamanna úr fimm stórum flutningaskipum. Í fyrrinótt björguðu skipverjar rúmlega 400 manns úr stjórnlausu skipi sem var á fullri ferð í átt að Ítalíu. Haugasjór og svartamyrkur var á vettvangi þegar skipverjar á Tý reyndu fyrst að komast um borð, að sögn Halldórs Nellett, skipherra á Tý. „Það tókst ekki, við báðum fólkið um að stöðva skipið, þar sem það var engin áhöfn um borð, en það gat það ekki þar sem stjórntækið var ónýtt,“ segir Halldór. Erfiðlega gekk að komast um borð vegna þess hversu vont veður var á svæðinu. Varðskipsmenn kölluðu eftir aðstoð ítölsku strandgæslunnar til þess að reyna að stöðva skipið. Skömmu síðar stöðvaðist það vegna olíuleysis. Stuttu seinna komu sex menn frá ítölsku strandgæslunni einnig um borð með þyrlum. Ekki tókst að koma skipinu aftur í gang og því var það tekið í tog til lands. Fyrst var hlúð að fólkinu um borð sem var orðið aðframkomið. „Það var búið að vera án matar og drykkjar í einhverja daga þannig að við byrjuðum á því að fara með vatnsbirgðir yfir, dreifa þeim og huga að fólkinu,“ segir Halldór. Rúmlega 400 manns voru um borð, þar á meðal um 60 börn og þrjár barnshafandi konur. Ekki var hægt að ferja fólkið yfir í Tý vegna veðursins. Þetta er sjötta árið sem Landhelgisgæslan tekur þátt í verkefnum Frontex – landamærastofnunar Evrópusambandsins. Týr sigldi úr höfn á Íslandi þann 20. nóvember og hóf störf á svæðinu 1. desember. Átján manns eru í áhöfn Týs. Auðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir um að ræða nýja tegund af flóttatilraunum á þessu svæði sem fyrst hafi orðið vart við í byrjun desember. „Fram að þessu hafa þetta mest verið fiskibátar, svo núna í lok nóvember, byrjun desember, byrjar þetta flutningaskipaflæði,“ segir Auðunn, en hann hefur einnig tekið þátt í björgunaraðgerðum Týs við Suður-Ítalíu. Á flutningaskipunum eru mun fleiri flóttamenn og segir Auðunn algengt að það séu um 3-400 um borð en það hafi náð allt upp í 1.000 manns í einu skipinu. Fólkið hírist í flutningaskipunum við erfiðar aðstæður, oft án vatns og matar. „Í þessum skipum sem við höfum farið í þá er fólk bara niðri í lest á flatsæng, engin klósettaðstaða og enginn matur,“ segir hann en ferðalagið getur tekið um viku. Að sögn Auðuns er lítið vitað um þessa nýju aðferð en talið að fólk borgi fyrir farið með skipinu. Í þeim tilfellum sem áhöfn Týs hefur komið að eru flestir flóttamennirnir frá Sýrlandi. Hann segir það ekki vitað hvernig áhöfnin fari frá borði en það séu ákveðnar grunsemdir uppi um það. „Það eru einhverjir sem sjá sér hag í þessu. Þeir setja síðan stefnu á Ítalíu og yfirgefa skipin.“ Skipin sjálf séu mjög illa farin og því yfirleitt einskis virði. „Það eru engin verðmæti í þessum skipum í sjálfu sér, þetta virðast vera skip sem er búið að setja í brotajárn eða hætt að nota,“ segir hann. Auðunn segir það erfiða reynslu að koma að þessum björgunaraðgerðum en líka gefandi. „Við reynum að búa vel að fólkinu okkar og undirbúa það vel fyrir þetta. Við erum með ákveðna áætlun í gangi varðandi áfallahjálp og slíkt en þetta gefur fólki líka mikið.“
Flóttamenn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira