„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:39 vísir/Auðbergur Gíslason Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00
Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40