Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn: Fólki ráðlagt frá því að nota farsíma utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 20:18 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum. Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum.
Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56
Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent