Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 21:20 vísir/stefán/vilhelm A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5 Íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Íslenska liðið tryggði sér sem kunnugt er sæti í lokakeppni EM 2016 í fyrsta sinn með því að lenda í 2. sæti A-riðils í undankeppni EM. Ísland vann þrjá af sex leikjum sínum í undankeppninni á árinu en íslensku strákarnir tryggðu sér EM-sætið með markalausu jafntefli við Kasakstan á Laugardalsvelli 6. september. Ísland vann alls fjóra af 11 leikjum sínum á árinu, gerði fjögur jafntefli og tapaði þremur. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk 130 stig í kjörinu, eða fullt hús stiga. Þetta er í annað skiptið sem liðið hlýtur þessa viðurkenningu. A-landslið karla í körfubolta var í 2. sæti og kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum í því þriðja.Þjálfari ársins: 1. Heimir Hallgrímsson 124 stig 2. Þórir Hergeirsson 69 3. Alfreð Gíslason 18 4. Dagur Sigurðsson 12 5. Kári Garðarsson 9 6. Guðmundur Guðmundsson 1 7. Þorsteinn Halldórsson 1 Þá var Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta, valinn þjálfari ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem Heimir hlýtur þessa viðurkenningu en hann fékk 124 stig í kjörinu. Næstur honum kom Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, og í 3. sæti varð Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel í handbolta. Heimir er 48 ára Vestmannaeyingur sem hefur starfað fyrir karlalandsliðið síðan 2011, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo sem aðalþjálfari ásamt Lars Lagerbäck. Undir stjórn þeirra hefur íslenska liðið náð frábærum árangri og verður meðal þátttökuþjóða á EM í Frakklandi næsta sumar.Lið ársins: 1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig 2. A-landslið karla (körfubolti) 51 3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28 4. Grótta kvenna (handbolti) 20 5. A-landslið kvenna (strandblak) 5
Íþróttir Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira