Meðlimir í Heiðurshöllinni eru nú orðnir 13 talsins en hún var sett á stofn árið 2012 í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ.
Sigríður var kjörinn Íþróttamaður ársins 1964, fyrst kvenna, en hún er ein fremsta handboltakona sem Ísland hefur alið. Hún var m.a. fyrirliði íslenska landsliðsins sem varð Norðurlandameistari 1964.
Ríkharður er einn af fremstu fótboltamönnum Íslands fyrr og síðar en hann lék á sínum tíma 33 landsleiki og skoraði 17 mörk, en markamet hans stóð í fjöldamörg ár.
Meðlimir í Heiðurshöll ÍSÍ:
Vilhjálmur Einarsson
Bjarni Friðriksson
Vala Flosadóttir
Jóhannes Jósefsson
Sigurjón Pétursson
Albert Guðmundsson
Kristín Rós Hákonardóttir
Ásgeir Sigurvinsson
Pétur Guðmundsson
Gunnar A. Huseby
Torfi Bryngeirsson
Sigríður Sigurðardóttir
Ríkharður Jónsson
