Rúsínan í pylsuenda góðs árs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2015 09:00 Hljómsveitin Misþyrming spilar black metal tónlist og gaf í ár út plötuna Söngvar elds og óreiðu. Mynd/RakelErnaSkarphéðinsdóttir „Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“