Rúsínan í pylsuenda góðs árs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2015 09:00 Hljómsveitin Misþyrming spilar black metal tónlist og gaf í ár út plötuna Söngvar elds og óreiðu. Mynd/RakelErnaSkarphéðinsdóttir „Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012. Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012.
Tónlist Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning