Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2015 05:00 Arjan Lalaj ásamt systur sinni en hann er með meðfæddan hjartagalla. Mynd/Stöð2 Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið. Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur fengu á laugardaginn ríkisborgararétt hér á landi. Mál fjölskyldnanna tveggja vöktu gríðarlega athygli eftir að þeim var vísað úr landi fyrr í mánuðinum, ekki síst fyrir þær sakir að í báðum fjölskyldunum eru langveik börn. Hinn þriggja ára gamli Kevi sem þjáist af slímseigjusjúkdómi og hinn átta mánaða gamli Arjan sem fæddist með hjartagalla. Fjölskyldurnar tvær sóttu um ríkisborgararétt síðastliðinn þriðjudag og á laugardaginn var ljóst að úr yrði þegar allsherjar- og menntamálanefnd lagði til að þeim yrði veittur ríkisborgararéttur. Alls var 49 einstaklingum veittur ríkisborgararéttur en nefndinni bárust 64 umsóknir og tók Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, fram við málflutninginn á laugardag að ákvarðanir Alþingis um veitingu ríkisborgararéttar væru ekki fordæmisgefandi. Arndís Anna Guðmundsdóttir, réttargæslumaður Pepaj-fjölskyldunnar sem er fjölskylda Kevis, segir málið vissulega óvanalegt en fagnar niðurstöðunni. Venja sé að slík mál fari í gegnum Útlendingastofnun og ráðuneyti en Alþingi hafi þó heimild til þess að horfa fram hjá þeim skilyrðum. Í flestum tilvikum þarf fólk að bíða í nokkur ár áður en það á kost á að sækja um ríkisborgararétt. Hún segir fjölskyldurnar að vissu leyti heppnar þar sem Albanía bjóði upp á tvöfalt ríkisfang, ef svo væri ekki þyrftu fjölskyldurnar að afsala sér ríkisborgararétti sínum í Albaníu. „Þau eru heppin, við skulum orða það þannig. Albanía heimilar tvöfalt ríkisfang en það á auðvitað ekkert við um alla,“ segir hún og nefnir sem dæmi að Sýrland bjóði ekki upp á tvöfalt ríkisfang. Arndís segir ríkisborgararéttinn farsælan endi á máli fjölskyldnanna þó að hann sé að mörgu leyti sérstakur og ekki sjálfgefið að fara í slíkt ferli. „Fólk kemur hingað og sækir um dvalarleyfi en ekki um ríkisborgararétt. Munurinn er gríðarlega mikill,“ segir hún. Hermann Ragnarsson, vinur fjölskyldnanna og vinnuveitandi annars fjölskylduföðurins, opnaði styrktarreikning þar sem stefnt er að því að safna fyrir ferðakostnaði og ýmsu sem fjölskyldurnar kemur til með að vanhaga um á meðan þær koma sér fyrir hér á landi á nýjan leik en stefnt er að því að þær komi hingað til lands í janúar. „Planið er þann 10. janúar en ef allt verður tilbúið fyrr þá flýtum við því,“ segir Hermann en hann vinnur auk þess að því að finna húsnæði fyrir fjölskyldurnar að búa í. Fjölskyldunum var á laugardaginn tilkynnt í gegnum Skype að umsókn þeirra hefði verið samþykkt og segir Hermann það hafa verið frábæra stund. Túlkur las upp bréf fyrir Pepaj-fjölskylduna og grétu foreldrar Kevis af gleði við fréttirnar og sögðu þær bestu jólagjöfina sem sonurinn hefði getað fengið.
Flóttamenn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?