Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 09:00 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum. Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og var endurkjörinn í maí en var búinn að tilkynna það að hann muni hætta í febrúar á næsta ári. Það benti allt til þess að hinn sextugi Michel Platini yrði framtíðarleiðtogi fótboltans og hafði sjálfur stefnt á það að taka við forsetastólnum af Blatter. Platini var þrisvar sinnum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á sínum tíma og var fyrirliði Evrópumeistaraliðs Frakka frá 1984. Hann hefur verið forseti UEFA frá árinu 2007. Þeir félagar eru dæmdir fyrir það að Blatter greiddi Platini 1,3 milljón punda eingreiðslu árið 2011 rétt áður en Blatter var endurkjörinn sem forseti FIFA í þriðja sinn. Báðir héldu því fram að Blatter hafi þarna verið að efna samkomulag þeirra félaganna frá 1998 og greiða fyrir vinnu Michel Platini frá 1998 til 2002 þegar Frakkinn starfaði sem tæknilegur ráðgjafi Sepp Blatter. Samningurinn var hvergi til skriflegur en Blatter og Platini nefndu báðir munnlegt samkomulag þeirra í milli. Slíkur samningur er tekinn gildur í Sviss en siðanefndin tók þessa málsvörn Blatter og Platini ekki gilda. Blatter og Platini eru meðal annars dæmdir fyrir hagsmunarárekstur, falskt bókhald og ósamvinnuþýði á meðan rannsókninni stóð.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15 Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15 Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45 Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00 Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
FBI skoðar þátt Blatter í ISL-skandalnum Eitt stærsta hneykslismálið hjá FIFA síðustu árin tengist markaðsfyrirtækinu ISL sem fékk öll sjónvarpsréttindi vegna HM. 7. desember 2015 10:15
Risatap á rekstri FIFA Árið 2015 hefur verið ein sorgarsaga fyrir Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og það mun enda á neikvæðum nótum. 3. desember 2015 09:15
Platini ætlar að hunsa siðanefnd FIFA Svo gæti farið að Michel Platini verði dæmdur í lífstíðarbann á föstudaginn. 16. desember 2015 16:45
Blatter neitaði sök Sepp Blatter varðist ásökunum um spillingu fyrir siðanefnd FIFA í gær. 18. desember 2015 11:00