Leaf tvöfalt söluhærri en Tesla Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 10:04 Nissan Leaf. Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Sala rafmagnsbíla hefur tekið drjúg stökk á síðustu misserum og loksins er hægt að fara að tala um sölu nokkurra gerða þeirra í hundruðum þúsunda. Það telur þó furðu lítið í yfir 80 milljón bíla sölu á ári í heiminum öllum. Tesla er nú í þessum mánuði búið að selja 100.000 Model S bíla frá því hann var markaðssettur fyrir ríflega 3 árum. Honum hefur verið afar vel tekið þrátt fyrir fremur hátt verð. Rétt um 60.000 þessara 100.000 Model S bíla hafa selst í Bandaríkjunum og þar seljast flestir þeirra með verðmiða yfir 100.000 dollara, eða 13 milljón krónur. Því er kannski ekki skrítið að öllu ódýrari rafmagnsbíll sé sá söluhæsti í heiminum, þ.e. Nissan Leaf, en hann hefur selst í 200.000 eintökum um allan heiminn frá því hann kom á markað fyrir um 5 árum síðan. Einn annar bíll sem telst rafmagnsbíll hefur náð yfir 100.000 eintaka sölu frá upphafi, en það er Chevrolet Volt og náði hann því á undan Tesla Model S. Hann hefur verið í sölu í svipaðan tíma og Nissan Leaf. Stutt er í að nýjar gerðir Nissan Leaf og Chevrolet Volt verði kynntar og þá má búast við góðri sölu á báðum bílunum.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent