Innlent

Svartasta skammdegið er núna

Jakob Bjarnar skrifar
Vetrarsólstöður. Nú er ríkir svartasta skammdegið.
Vetrarsólstöður. Nú er ríkir svartasta skammdegið. visir/stefán
Strax á morgun geta Íslendingar horft til þess að þá tekur daginn að lengja.

Menn vakna í myrkri, og þeir sem eru á vinnumarkaði fara heim í myrkri. Dagskíman er ekki nema í um fjórar klukkustundir. Nú er ríkir svartasta skammdegið.

Fjölmargir Íslendingar þjást af skammdegisþunglyndi en einkenni þess er vanlíðan, sinnuleysi, mikil depurð, svartsýni, lífsleiði, orkuleysi og svefnþörf. Einnig eykst matarlyst einkum löngun í kolvetni þannig að til að bæta gráu ofan á svart þyngjast þeir sem af þessu þjást.

En, nú geta þeir sem eiga við skammdegisþunglyndi, sem og aðrir, loks litið til bjartari tíma því í nótt, nánar tiltekið klukkan 04:49 (aðfaranótt 22. desember) verður halli norðurhvels Jarðar frá sólinni í hámarki. Sólin er þá syðst á himninum og markar það vetrarsólstöður. 22. desember 2015 er stysti dagur ársins.

Mynd sem birtist á Sjörnufræðivefnum og sýnir hvernig afstaða jarðar til sólar er.
Á Sjörnufræðivefnum, sem finna má á Facebook segir:

„Í Reykjavík skríður sólin yfir sjóndeildarhringinn kl. 11:23, nær hæstu stöðu kl. 13:26, eins og myndin sýnir, en sest aftur kl. 15:30. Stjarnan okkar veitir okkur því birtu í rétt rúmar 4 klukkustundir. Eftir morgundaginn tekur daginn að lengja á ný, mörgum eflaust til mikillar gleði. Gleðilegar vetrarsólstöður!“

Hér má svo finna frekari fróðleik um árstíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×