Útlendingastofnun segist hafa farið í einu og öllu að lögum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2015 17:25 Brottflutningur fjölskyldnanna vakti mikla reiði í samfélaginu á sínum tíma. Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45