Útlendingastofnun segist hafa farið í einu og öllu að lögum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2015 17:25 Brottflutningur fjölskyldnanna vakti mikla reiði í samfélaginu á sínum tíma. Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Útlendingastofnun áréttar að farið hafi verið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsókna tveggja albanskra fjölskyldna sem áberandi hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu stofnunarinnar sem birt er eftir beiðni barst frá umboðsmanni Alþingis um upplýsingar. Þar kemur fram að hingað til hafi stofnunin tjáð sig um málin að því marki sem henni er það heimilt vegna friðhelgi einkalífs skjólstæðinga hennar og trúnaðarskyldu við þá. „Stofnunin hefur farið þess á leit við talsmann fjölskyldnanna að henni verði heimilað að tjá sig efnislega um málið og birta opinberlega gögn sem máli skipta. Er það gert í þeim tilgangi að varpa ljósi á atvik og aðstæður málsins og meðferð þess fyrir íslenskum stjórnvöldum. Útlendingastofnun tekur ekki afstöðu til ákvörðunar Alþingis að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt enda falla störf þingsins alfarið utan verksviðs stofnunarinnar,“ segir í yfirlýsingunni. Stofnunin hyggst svara fyrirspurnum umboðsmanns innan gefinna tímamarka og mun ekki tjá sig um málin við fjölmiðla fyrr en erindunum hefur verið svarað. Albönsku fjölskyldurnar tvær fengu íslenskan ríkisborgararétt eftir að tillaga allsherjarnefndar Alþingis varð að lögum um helgina. Pepaj-fjölskyldan og Phellumb-fjölskyldan voru á meðal þeirra sem nefndin lagði til að fengju íslenskan ríkisborgararétt. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt munu verða Íslendingar verði frumvarp allsherjarnefndar Alþingis að lögum fyrir þinglok í dag. 19. desember 2015 15:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?