Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir þá sem þáðu aðstoð í ár hafa getað valið úr glæsilegum fatnaði og gjöfum frá sjálfboðaliðum. Fréttablaðið/GVA „Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“ Jólafréttir Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
„Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“
Jólafréttir Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira