Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Í Kvennaathvarfinu er unnið gott starf, en það hentar alls ekki öllum þolendum mansals. Fréttablaðið/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00