Viðskipti erlent

Versta ár félags Warren Buffett síðan 2008

Sæunn Gísladóttir skrifar
Warren Buffett er einn ríkasti maður heims.
Warren Buffett er einn ríkasti maður heims. Vísir/Getty
Fjárfestingafélag auðjöfursins Warren Buffett, Berkshire Hathaway, átti sitt versta ár árið 2015, síðan í efnahagskreppunni árið 2008.

Bæði A og B hlutabréf í Berkshire hafa fallð í verði um 13 prósent það sem af er ári. A hlutabréfin kosta um 195 þúsund dollara hver, jafnvirði rúmlega 25 milljóna íslenskra króna, en B hlutabréf kosta 130 dollara, eða tæplega 17 þúsund íslenskar krónur.

Hlutabréfunum hefur ekki gengið jafn illa síðan árið 2008 þegar þau drógust saman um 32 prósent. Félagið er eitt umsvifamesta fjárfestingafélag heims. Berkshire Hathaway á öll hlutabréfin í Dairy Queen, Fruit of the Loom og Kraft Heinz. Fyrirtækið á einnig mikilvæga hluti í Coca Cola, Wells Fargo og IBM. Warren Buffett er einn ríkasti maður heims og aðhyllast margir fjárfestingastefnu hans.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×