Hátt í 5000 manns skoruðu á Útlendingastofnun Una Sighvatsdóttir skrifar 22. desember 2015 19:45 Undirskriftir 4.569 Íslendinga voru afhentar Útlendingastofnun í dag með áskorun um að hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahas og dætur þeirra tvær frá Sýrlandi fái hér dvalarleyfi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, fór fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum að mótmæla þessari ákvörðun sem Útlendingastofnun tók fyrir fjölskylduna, því þau eru með lítil börn, þriggja ára og fjögurra ára stelpur. Aðstæður í Grikklandi eru mjög slæmar og henta ekki svona litlum börnum. Okkur finnst sem þetta sé mjög ómannúðlegt," segir Toshiki.Kunna vel við sig í kuldanum Með undirskriftunum til Útlendingastofnunar er farið fram á að málið fái efnislega meðferð. Málið er nú fyrir kærunefnd útlendingamála og alls óvíst um niðurstöðu þess. Eins og staðan er núna er fjölskyldan því í biðstöðu og verður að óbreyttu send aftur til Grikklands. Þau hafa nú verið á Íslandi í fimm mánuði og láta vel af dvölinni í vetrarríkinu. „Ég kem frá heitu landi en þið búið á landi íssins. En mér finnst það bara jákvætt, okkur líður vel hér,"segir fjölskyldufaðirinn Wael Aliyadah. Íbúðin þeirra er nú orðin heimilisleg og skreytt í tilefni jólanna. Þau hjónin segja Íslendinga hafa sýnt þeim mikinn hlýhug, enda hafa þeim borist hlýjar kveðjur og jólagjafir fyrir stelpurnar, sem eru á leikskóla. Foreldrarnir sækja íslenskunámskeið, en þau viðurkenna að þeim leiðist biðstaðan því þau vilja gjarnan vinna. „Ég vil fá vinnu, ég og konan mín bæði. Okkur líkar ekki að hanga heima allan daginn, það gerir mann brjálaðan, við þurfum að hafa eitthvað við að vera, meira líf. Ég meina, já við erum í yndislegu landi og öruggu landi, það er fyrir öllu, en við viljum fá að vinna. Núna er okkur ekki leyft það, vegna kerfisins, en við viljum gera eitthvað gagn."Enginn tók formlega við undirskriftunum Þau óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín verði þau send aftur til Grikklands. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að Grikkland teljist ekki öruggt land fyrir hælisleitendur. Forstjóri Útlendingastofnunar var ekki viðstaddur í dag og var enginn sendur í hennar stað til að taka á móti áskoruninni. Hjónin tóku því einfaldlega númer og biðu eftir að þjónustufulltrúi gæti afgreitt þau . Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Undirskriftir 4.569 Íslendinga voru afhentar Útlendingastofnun í dag með áskorun um að hjónin Wael Aliyadah og Feryal Aldahas og dætur þeirra tvær frá Sýrlandi fái hér dvalarleyfi. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, fór fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum að mótmæla þessari ákvörðun sem Útlendingastofnun tók fyrir fjölskylduna, því þau eru með lítil börn, þriggja ára og fjögurra ára stelpur. Aðstæður í Grikklandi eru mjög slæmar og henta ekki svona litlum börnum. Okkur finnst sem þetta sé mjög ómannúðlegt," segir Toshiki.Kunna vel við sig í kuldanum Með undirskriftunum til Útlendingastofnunar er farið fram á að málið fái efnislega meðferð. Málið er nú fyrir kærunefnd útlendingamála og alls óvíst um niðurstöðu þess. Eins og staðan er núna er fjölskyldan því í biðstöðu og verður að óbreyttu send aftur til Grikklands. Þau hafa nú verið á Íslandi í fimm mánuði og láta vel af dvölinni í vetrarríkinu. „Ég kem frá heitu landi en þið búið á landi íssins. En mér finnst það bara jákvætt, okkur líður vel hér,"segir fjölskyldufaðirinn Wael Aliyadah. Íbúðin þeirra er nú orðin heimilisleg og skreytt í tilefni jólanna. Þau hjónin segja Íslendinga hafa sýnt þeim mikinn hlýhug, enda hafa þeim borist hlýjar kveðjur og jólagjafir fyrir stelpurnar, sem eru á leikskóla. Foreldrarnir sækja íslenskunámskeið, en þau viðurkenna að þeim leiðist biðstaðan því þau vilja gjarnan vinna. „Ég vil fá vinnu, ég og konan mín bæði. Okkur líkar ekki að hanga heima allan daginn, það gerir mann brjálaðan, við þurfum að hafa eitthvað við að vera, meira líf. Ég meina, já við erum í yndislegu landi og öruggu landi, það er fyrir öllu, en við viljum fá að vinna. Núna er okkur ekki leyft það, vegna kerfisins, en við viljum gera eitthvað gagn."Enginn tók formlega við undirskriftunum Þau óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín verði þau send aftur til Grikklands. Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt að Grikkland teljist ekki öruggt land fyrir hælisleitendur. Forstjóri Útlendingastofnunar var ekki viðstaddur í dag og var enginn sendur í hennar stað til að taka á móti áskoruninni. Hjónin tóku því einfaldlega númer og biðu eftir að þjónustufulltrúi gæti afgreitt þau .
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00 Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00 Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00 „Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Leikskólastjórar á Drafnarsteini, foreldrar og nágrannar vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda Jönu og Joulu á Íslandi. Systurnar hafa verið á leikskólanum 4. nóvember 2015 08:00
Voru á vergangi í Grikklandi Wael Aliyadah og Feryal Aldahash voru nauðbeygð til að sækja um hæli í Grikklandi. Aðbúnaður þar var slæmur og oft var fjölskyldan á vergangi. Þau flúðu til Íslands til að tryggja öryggi dætra sinna, Jönu og Joulu. 6. nóvember 2015 07:00
Brjóta Barnasáttmála með brottvísun Börn eiga samkvæmt alþjóðareglum rétt á vernd og öryggi. Íslenska ríkið ber ábyrgð á velferð barna sem hér eru stödd, þótt þau hafi hvorki landvistarleyfi né ríkisborgararétt. 20. október 2015 09:00
„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Þórunn Ólafsdóttir deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á flótta en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar. 28. október 2015 18:00