Skíðamaður á fullri ferð varð næstum því fyrir dróna | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:00 Marcel Hirscher. Vísir/Getty Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Austurríski skíðamaðurinn Marcel Hirscher, sem er fjórfaldur heimsbikarmeistari á skíðum, slapp með skrekkinn í gær þegar hann var að keppa í Heimsbikarnum á skíðum á Ítalíu. Marcel Hirscher var búinn að vera í tíu sekúndum í brautinni þegar myndavéladróni hrapaði rétt fyrir aftan hann. Marcel Hirscher er frábær skíðamaður og hefur unnið heimsbikarinn undanfarin fjögur ár. Hann hélt áfram og kláraði brautina í öðru sæti. Það er ljóst að ef aðeins slakari skíðamaður hefði verið í brautinni þá hefði hann líklega fengið drónann í sig. Marcel Hirscher var ekki sáttur í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. "Ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hafði gerst. Þetta er svívirðilegt. Ég get ekki hugsað mér það sem hefði getað gerst," sagði Marcel Hirscher. Forráðamenn keppninnar þökkuðu líka fyrir að ekki fór verr. Myndavéladróninn átti aldrei að vera yfir brautinni heldur átti hann að taka yfirlitsmyndir. Stjórnandinn virðist hinsvegar hafa freistast til að fara með hann nær og nær sem hafði síðan þessar afleiðingar. Norðmaðurinn Henrik Kristoffersen vann svigkeppnina en sigur hans féll í skugga atviksins með Marcel Hirscher. Það má nú búast við því að myndavéladrónar verði bannaðir á keppnum sem þessum. Hér fyrir neðan má sjá viðbrögð Marcel Hirscher á twitter sem og myndbönd frá atvikinu. Heavy air traffic in Italy ?? #crazy #drone #crash #luckyme A photo posted by Marcel Hirscher (@marcel__hirscher) on Dec 22, 2015 at 12:42pm PST
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira