Fertugur Tiger ætlar sér stóra hluti á nýju ári Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2015 20:15 Vísir/Getty Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“ Golf Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér að halda áfram að berjast um titla næstu tíu árin þrátt fyrir að meiðsli hafi plagað hann síðustu árin. Woods, sem verður fertugur síðar í mánuðinum, hefur unnið fjórtán risamót á ferlinum en síðasti sigurinn kom árið 2008. Síðan þá hefur mikið gengið á. Upp komst um stórfellt framhjáhald hans og aðra bresti í einkalífinu sem vöktu heimsathygli. Hann hefur einnig glímt við þrálát bakmeiðsli og sjaldan náð sér almennilega á strik á vellinum þegar hann hefur reynt að spila.Sjá einnig: Ekkert ljós í enda ganganna hjá Tiger „Þetta var erfitt ár og tók á fyrir líkamann minn,“ skrifaði Woods í pistli sem birtist á heimasíðu hans. „Ég þurfti að breyta um sveiflutækni því hún var hörmuleg í upphafi ársins. Ég spilaði ekki í langan tíma því ég var fastur.“ Hann segir að það hafi verið einkar svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja breytingunni almennilega eftir og þegar það hafi loksins gengið betur hjá honum að þá hafi heilsan brugðist honum. „Ég hef farið í tvær aðgerðir á baki síðan á Wyndham-mótinu og þetta hefur verið rússíbanareið allt árið. Ég hef verið langt niðri en líka gert nokkuð góða hluti líka.“ „Ég hlakka mest til þess á næsta ári að fá að spila aftur. Ég hef saknað þess og vil fá að gera það verkjalaus. Það hefur ekki gerst hjá mér í langan tíma. Ég hef átt spretti hér og þar undanfarin ár en ég væri mest til í að vera heill heilsu í langan tíma.“
Golf Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira