Að skreyta sig með þýfi Þorvaldur Gylfason skrifar 24. desember 2015 07:00 Talið er að yfir 100.000 listaverk sem nasistar stálu af gyðingum og öðrum séu enn í röngum höndum þótt 70 ár séu liðin frá stríðslokum 1945. Fimm þessara verka náðu heimsathygli fyrir fáeinum árum þegar María Altmann sem hafði flúið gyðingaofsóknir í Austurríki ung kona og setzt að í Kaliforníu ákvað að leita réttar síns. Af því er mikil saga.Myndin af Adelu Frægasta verkið af þessum fimm er olíumálverk eftir Gustav Klimt af Adele Bloch-Bauer sem hafði verið gift föðurbróður Maríu Altmann, Ferdinand að nafni. Málverkið hékk í nær hálfa öld eftir stríð á heiðursstað í Belvedere-safninu í Vín, frægasta málverk Austurríkis, líkt og Mona Lisa í Frakklandi. Myndin hafði áður hangið á heimili fjölskyldu Maríu í Vín áður en nasistar ruddust þangað inn 1938. María var komin yfir áttrætt þegar hún afréð 1998 að láta kanna hvernig þetta málverk sem fjölskylda hennar átti hafði ratað á safnið í Vín. Til að reka málið fyrir sig fékk hún ungan lögfræðing í Los Angeles, Randol Schoenberg, sonarson Antons Schönberg, eins frægasta tónskálds Austurríkis sem eins og María og margir aðrir Evrópubúar hafði flúið til Bandaríkjanna eftir valdatöku nasista. Málverkamálið var rakið í fjölmiðlum á sínum tíma og rifjast nú aftur upp í nýrri kvikmynd, Woman in Gold þar sem Helen Mirren fer með hlutverk Maríu Altmann.Gripdeildir nasista Málsatvik voru þau að María Altmann fann í fórum nýlátinnar systur sinnar bréf sem vöktu hugboð um að María, sem erfingi fjölskyldunnar, væri réttur eigandi málverkanna. Ný gögn um gripdeildir nasista voru grafin upp úr austurrískum skjalageymslum eftir 1990 og þar fann hjálplegur austurrískur blaðamaður skjöl sem sýndu að nasistar höfðu stolið málverkunum. Að vísu hafði Adele áður en hún dó 1925 beðið Ferdinand að arfleiða Belvedere-safnið að málverkinu af henni þegar þar að kæmi, en nasistar stálu myndunum áður en til þess kom. Ferdinand dó allslaus í Zürich 1945. Nasistar stálu ekki bara málverkum. Frægasta hálsmen Austurríkis sem Adele hafði um hálsinn þegar hún sat fyrir hjá Gustav Klimt prýddi háls eiginkonu Hermanns Göring, hægri handar Hitlers, í veizlum nasista í stríðinu. Öllum málaleitunum Maríu Altmann var hafnað í Austurríki þótt hún byðist til að skilja sumar myndirnar eftir þar, fengi hún eignarrétt sinn viðurkenndan, einnig myndina af Adelu. Henni var ókleift að láta á málið reyna fyrir rétti þar eð austurrísk lög kveða á um að leggja þurfi fram sem innborgun tiltekið hlutfall af verðmæti eignarinnar sem tekizt er á um. Það var stjarnfræðileg fjárhæð sem Maríu var um megn að reiða fram. Lögfræðingi hennar datt þá í hug það snjallræði að láta reyna á málið fyrir bandarískum dómstólum. Austurrísk yfirvöld fóru fram á frávísun á þeirri forsendu að um austurrískt innanríkismál væri að ræða og ekki væri hægt að beita lögum um skil þýfis í hendur réttra eigenda afturvirkt, en frávísunarbeiðninni var hafnað. Málið fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna sem ruddi málinu braut aftur til Austurríkis. Þar náðist samkomulag um að vísa málinu í gerðardóm sem var skipaður þremur austurrískum dómurum. Þeir dæmdu Maríu Altmann allar myndirnar. Þetta var 2006. Þessar málalyktir ollu fjaðrafoki. Eftir það sem á undan var gengið afréð María Altmann að selja myndirnar á uppboði og fékk fyrir þær 327 milljónir dala. Myndin af Adelu hangir nú á safni í New York, hrakin þangað eins og María hafði sjálf verið hrakin að heiman 70 árum áður. María Altmann var meðal helztu velgerðarmanna óperunnar í Los Angeles þar sem Placido Domingo er óperustjóri og Kristinn Sigmundsson stendur reglulega á sviði. Hún lézt 2011 á 96. aldursári.Virðing og réttur Sagan af Maríu Altmann vitnar um virðingarleysi fyrir lögum, rétti og sanngirni og það gerir einnig sá aragrúi listaverka sem nasistar stálu og ekki hefur enn tekizt að koma í hendur réttra eigenda. Austurrísk yfirvöld létu sér ekki segjast fyrr en seint og um síðir: þau ætluðu í krafti lagakróka að halda áfram að skreyta Belvedere-safnið í Vín með þýfi. Er munur á því háttalagi og háttalagi Emmu Göring? Enn vantar einnig mikið upp á að gripdeildir kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu hafi verið gerðar upp. Þjóðverjar reyndu að vanda sig eftir lok heimsstyrjaldarinnar 1945 og aftur eftir endursameiningu Þýzkalands 1990. Þýzka stjórnin hafði samband við fjölda fólks sem hafði horft á eftir eigum sínum í hendur kommúnista og bjó til lagalega umgerð um skil þýfis í hendur réttra eigenda. Þjóðverjar hafa haldið áfram að greiða fórnarlömbum nasista skaðabætur fram á síðustu ár, síðast 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Talið er að yfir 100.000 listaverk sem nasistar stálu af gyðingum og öðrum séu enn í röngum höndum þótt 70 ár séu liðin frá stríðslokum 1945. Fimm þessara verka náðu heimsathygli fyrir fáeinum árum þegar María Altmann sem hafði flúið gyðingaofsóknir í Austurríki ung kona og setzt að í Kaliforníu ákvað að leita réttar síns. Af því er mikil saga.Myndin af Adelu Frægasta verkið af þessum fimm er olíumálverk eftir Gustav Klimt af Adele Bloch-Bauer sem hafði verið gift föðurbróður Maríu Altmann, Ferdinand að nafni. Málverkið hékk í nær hálfa öld eftir stríð á heiðursstað í Belvedere-safninu í Vín, frægasta málverk Austurríkis, líkt og Mona Lisa í Frakklandi. Myndin hafði áður hangið á heimili fjölskyldu Maríu í Vín áður en nasistar ruddust þangað inn 1938. María var komin yfir áttrætt þegar hún afréð 1998 að láta kanna hvernig þetta málverk sem fjölskylda hennar átti hafði ratað á safnið í Vín. Til að reka málið fyrir sig fékk hún ungan lögfræðing í Los Angeles, Randol Schoenberg, sonarson Antons Schönberg, eins frægasta tónskálds Austurríkis sem eins og María og margir aðrir Evrópubúar hafði flúið til Bandaríkjanna eftir valdatöku nasista. Málverkamálið var rakið í fjölmiðlum á sínum tíma og rifjast nú aftur upp í nýrri kvikmynd, Woman in Gold þar sem Helen Mirren fer með hlutverk Maríu Altmann.Gripdeildir nasista Málsatvik voru þau að María Altmann fann í fórum nýlátinnar systur sinnar bréf sem vöktu hugboð um að María, sem erfingi fjölskyldunnar, væri réttur eigandi málverkanna. Ný gögn um gripdeildir nasista voru grafin upp úr austurrískum skjalageymslum eftir 1990 og þar fann hjálplegur austurrískur blaðamaður skjöl sem sýndu að nasistar höfðu stolið málverkunum. Að vísu hafði Adele áður en hún dó 1925 beðið Ferdinand að arfleiða Belvedere-safnið að málverkinu af henni þegar þar að kæmi, en nasistar stálu myndunum áður en til þess kom. Ferdinand dó allslaus í Zürich 1945. Nasistar stálu ekki bara málverkum. Frægasta hálsmen Austurríkis sem Adele hafði um hálsinn þegar hún sat fyrir hjá Gustav Klimt prýddi háls eiginkonu Hermanns Göring, hægri handar Hitlers, í veizlum nasista í stríðinu. Öllum málaleitunum Maríu Altmann var hafnað í Austurríki þótt hún byðist til að skilja sumar myndirnar eftir þar, fengi hún eignarrétt sinn viðurkenndan, einnig myndina af Adelu. Henni var ókleift að láta á málið reyna fyrir rétti þar eð austurrísk lög kveða á um að leggja þurfi fram sem innborgun tiltekið hlutfall af verðmæti eignarinnar sem tekizt er á um. Það var stjarnfræðileg fjárhæð sem Maríu var um megn að reiða fram. Lögfræðingi hennar datt þá í hug það snjallræði að láta reyna á málið fyrir bandarískum dómstólum. Austurrísk yfirvöld fóru fram á frávísun á þeirri forsendu að um austurrískt innanríkismál væri að ræða og ekki væri hægt að beita lögum um skil þýfis í hendur réttra eigenda afturvirkt, en frávísunarbeiðninni var hafnað. Málið fór fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna sem ruddi málinu braut aftur til Austurríkis. Þar náðist samkomulag um að vísa málinu í gerðardóm sem var skipaður þremur austurrískum dómurum. Þeir dæmdu Maríu Altmann allar myndirnar. Þetta var 2006. Þessar málalyktir ollu fjaðrafoki. Eftir það sem á undan var gengið afréð María Altmann að selja myndirnar á uppboði og fékk fyrir þær 327 milljónir dala. Myndin af Adelu hangir nú á safni í New York, hrakin þangað eins og María hafði sjálf verið hrakin að heiman 70 árum áður. María Altmann var meðal helztu velgerðarmanna óperunnar í Los Angeles þar sem Placido Domingo er óperustjóri og Kristinn Sigmundsson stendur reglulega á sviði. Hún lézt 2011 á 96. aldursári.Virðing og réttur Sagan af Maríu Altmann vitnar um virðingarleysi fyrir lögum, rétti og sanngirni og það gerir einnig sá aragrúi listaverka sem nasistar stálu og ekki hefur enn tekizt að koma í hendur réttra eigenda. Austurrísk yfirvöld létu sér ekki segjast fyrr en seint og um síðir: þau ætluðu í krafti lagakróka að halda áfram að skreyta Belvedere-safnið í Vín með þýfi. Er munur á því háttalagi og háttalagi Emmu Göring? Enn vantar einnig mikið upp á að gripdeildir kommúnista í Mið- og Austur-Evrópu hafi verið gerðar upp. Þjóðverjar reyndu að vanda sig eftir lok heimsstyrjaldarinnar 1945 og aftur eftir endursameiningu Þýzkalands 1990. Þýzka stjórnin hafði samband við fjölda fólks sem hafði horft á eftir eigum sínum í hendur kommúnista og bjó til lagalega umgerð um skil þýfis í hendur réttra eigenda. Þjóðverjar hafa haldið áfram að greiða fórnarlömbum nasista skaðabætur fram á síðustu ár, síðast 2012.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun