Innlent

Víða lokað en annars erfið færð og hált

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ökumenn ættu að fara varlega og kynna sér nýjar upplýsingar sem von er á frá Vegagerðinni í dag.
Ökumenn ættu að fara varlega og kynna sér nýjar upplýsingar sem von er á frá Vegagerðinni í dag. Vísir/GVA
Á Norður- og Austurlandi er lokað um Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Þetta kemur fram í upplýsingum á vef Vegagerðarinnar frá því klukkan rúmlega tíu í morgun.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut, hált er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi en þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi og á mörgum útvegum.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði en ófært er á Fróðárheiði.

Sjá einnig:Sólin kíkir víða í heimsókn

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum sem búið er að skoða upplýsingar um en upplýsingar um aðrar leiðir verða aðgengilegar fljótlega á vef Vegagerðarinnar. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Þröskuldum og einnig á Klettsháls.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Ófært er um Þverárfjall, Siglufjarðarveg, Dalvíkurveg og Víkurskarð. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og einnig frá Hofsós og að Ketilás.

Frá Mývatni og yfir fjöllin til Egilsstaða er ófært. Ekki eru komnar upplýsingar um allar leiðir en von er á þeim fljótlega.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Lokað er á Fjarðarheiði. Ófært á Vatnskarði eystra.

Með suðausturströndinni er víða orðið greiðfært en eitthvað er um hálku.

Fréttin var uppfærð klukkan 10:25




Fleiri fréttir

Sjá meira


×