Innlent

Hálka og hálkublettir víða um land

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Hálka og hálkublettir eru víða um land en greiðfært er á öllum aðalleiðum á Suðurlandi. Þó eru hálkublettir í Þrengslum og hálka eða hálkublettir á flestum útvegum, í uppsveitum og á Reykjanesi. Flughálka er í Kjósaskarði, Krýsuvíkurvegi og á Nesvegi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vesturlandi en krapi á nokkrum leiðum á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Krapi og óveður er á Fróðárheiði og flughálka í Álftafirði.

Á Vestfjörðum er víða mjög slæm hálka. Flughálka er í Súgandafirði, Ísafjarðardjúpi, á Þröskuldum og í Hrútafirði. Snjóþekja er þó á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal og Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálkublettir og óveður á Vatnskarði. Flughálka er í Héðinsfirði, á Mývatnsheiði og Tjörnesi og víðast hvar á norðausturhorninu.

Á leiðinni á milli Mývatns og Egilsstaða eru hálkublettir og óveður á Mývatnsheiði en flughálka og óveður á Biskupsáls og að Egilsstöðum.

Austanlands er einnig hálka og flughálka mjög víða. Ófært er um Fjarðarheiði og flughálka og óveður á Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði eystra, í Oddskarði og í Skriðdal.

Flughálka er á Fagradal og flestum leiðum í kringum Egilsstaði.

Greiðfært er orði að mestu á Suðaustrland þó eru hálkublettir á nokkrum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×