Árið var afar áhugavert í UFC þar sem við sáum nokkra nýja meistara og nýjar stjörnur skjótast upp á stjörnuhimininn.
Enginn sveif þó hærra en Írinn Conor McGregor sem tók UFC á bakið á árinu og flaug með sambandið í nýjar hæðir. Hann stóð við öll stóru orðin og endaði árið sem meistari.
Á heimasíðu UFC er búið að velja tíu bestu bardagamenn ársins og kemur ekki á óvart að McGregor skuli toppa þann lista. Allir koma til greina sem kepptu að minnsta kosti tvisvar á árinu.
Conor afgreiddi Dennis Siver, Chad Mendes og Jose Aldo á árinu og þar stendur eðlilega upp úr 13 sekúndna sigurinn á Aldo fyrr í mánuðinum.
Tíu bestu hjá UFC árið 2015:
1. Conor McGregor
2. Rafael dos Anjos
3. Joanna Jedrzejczyk
4. Holly Holm
5. Daniel Cormier
6. Luke Rockhold
7. Demtrious Johnson
8. Max Holloway
9. Tony Ferguson
10. Neil Magny
