Tugir farþega Icelandair urðu strandaglópar í Bergen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 16:52 Farþegarnir fóru með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. vísir/anton brink Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn.
Fréttir af flugi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira