Dómsmálaannáll: Smygl, hleranir og viðskiptafléttur Snærós Sindradóttir skrifar 29. desember 2015 05:00 Það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Ásta Kristín Andrésdóttir var sýknuð af ákæru um manndráp. Viðstaddir grétu af gleði og klöppuðu. Seinna lýsti heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, því yfir að þetta hefði verið rétt niðurstaða dómstóla. vísir/stefán 12. febrúar Útrásarmenn sitja inniHrunmálin svokölluðu voru mörg á árinu. Í febrúar voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu svokallaða. Það taldist sannað að mennirnir hefðu hafið viðskiptafléttu sem fólst í því að lána sjeiknum Al Thani fé til að kaupa fimm prósenta hlut í Kaupþingi, einungis nokkrum vikum fyrir íslenska fjármálahrunið. Með því var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti.Hreiðar Már Sigurðsson var áberandi í dómsmálum á árinu. Hann var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu og 2 og hálfs árs fangelsi í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Hann situr nú á Kvíabryggju. Í bakgrunni má sjá Sigurð Einarsson sem einnig er í fangelsi.vísir/stefánÍ kjölfar dómsins skrifaði Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, grein í Fréttablaðið þar sem hún sagði dóminn byggðan á misskilningi. „Hvað sem orðum hans líður er alveg dagljóst af lestri dómsins, að símtal tveggja manna þar sem „Óli“ kemur við sögu er lykilatriði fyrir sakfellingu eiginmanns míns í málinu. Það sem ég vildi vekja athygli á og fjölmörgum öðrum er kunnugt um er sú staðreynd að umræddur „Óli“ er bara allt annar maður en Ólafur Ólafsson.“22. aprílÍ apríl ómerkti Hæstiréttur sýknudóm yfir fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis í Aurum-málinu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Bjarni Jóhannesson og Magnús Arnar Arngrímsson höfðu á síðasta ári verið sýknaðir. Dómur Hæstaréttar sagði að ummæli Sverris Ólafssonar, dómara í málinu og bróður fyrrnefnds Ólafs Ólafssonar, gæfu tilefni til að ætla að hann hefði ekki verið óhlutdrægur við uppkvaðningu héraðsdómsins. Ummælin sneru að því að sérstakur saksóknari hafði í kjölfar héraðsdómsins gefið það út að hann hefði ekki vitað af tengslum Sverris og Ólafs. „Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir af því tilefni. Önnur áberandi hrunmál á árinu voru Stím-málið, Ímon-málið og BK-44.Gunnar Scheving Thorsteinsson sagði að líf sitt yrði aldrei samt eftir að hann lá undir grun um að misnota vald sitt sem lögreglumaður og fletta ólöglega upp í LÖKE-kerfinu.vísir/valli17. mars Sýknaður af leka á lögreglugögnumLögreglumaðurinn Gunnar Scheving var á árinu sýknaður af ákæru um að hafa deilt efni um sakborning úr LÖKE-kerfinu svokallaða. Áður hafði ákæruvaldið dregið til baka ákæru um að hann hefði gerst sekur um að fletta upp 40 konum án þess að uppflettingin hefði haft tilgang fyrir störf hans innan lögreglunnar. „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið,“ sagði Gunnar í viðtali í Fréttablaðinu í kjölfar málsins. Hann sneri síðan aftur til starfa innan lögreglunnar. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir varð að láta í minni pokann fyrir íslenska ríkinu en hafði þó betur að lokum þegar ákveðið var að veita lyfin þrátt fyrir dóminn.vísir/stefán18. september Ekki skylt að veita lyf sem gátu læknað Íslenska ríkið hafði betur gegn Fanneyju Björk Ásbjörnsdóttur í september en hún hafði stefnt ríkinu vegna þess að henni var synjað um lyf við lifrarbólgu C sem rannsóknir sýna að geti læknað sjúkdóm hennar. Á Íslandi eru notuð lyf sem þykja úrelt í nágrannalöndum okkar. Málið fékk engu að síður farsælan endi en samningar náðust á milli lyfjafyrirtækisins Gilead og Landspítalans, með samþykki ríkisstjórnarinnar, um meðferðarátak til að útrýma lifrarbólgu C á landinu.Mirjam Foekje van Twuijver, hollenska burðardýrið, kom hingað til lands með dóttur sína og tuttugu kíló af sterkum fíkniefnum. Hún fékk þyngsta dóm sögunnar í fíkniefnamáli þrátt fyrir að hafa verið samvinnuþýð við lögreglu og tekið þátt í tálbeituaðgerðum.vísir/stöð 28. október Samvinnufús en sakfelldÞað kom saksóknara, verjendum og Mirjam Foekje van Twuijver á óvart þegar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hana í ellefu ára fangelsi fyrir að smygla inn ríflega tuttugu kílóum af fíkniefnum fyrr á þessu ári. Dómurinn fór nærri því að sprengja refsirammann þrátt fyrir að stærri fíkniefnamál biðu afgreiðslu réttarkerfisins. Mirjam kom fram í einlægu viðtali við Ísland í dag og lýsti því hvernig líf hennar hefði einkennst af fátækt, fíkniefnaneyslu og vændi í Hollandi. Hún gaf lögreglu allar þær upplýsingar sem hún átti um höfuðpaurana í málinu og tók þátt í tálbeituaðgerðum lögreglu. Dómurinn varð tilefni viðbragða frá þingmönnum en Helgi Hrafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Fréttablaðið: „Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímuefnum til landsins og það er meðvituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er það sem Alþingi og að veigamiklum hluta samfélagið líka, því miður, ákvað að gera til að sporna við vímuefnaneyslu.“Bandalag háskólamanna hefur kært ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna laganna sem sett voru á verkfall félagsins í sumar.vísir/pjétur13. ágúst Lög á verkfall háskólamannaÍ ágúst úrskurðaði Hæstiréttur að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að setja lög á verkfall BHM líkt og gert var þann 13. júní. Verkfall hafði þá staðið í 68 daga. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að BHM hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu.Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu, steig fram í kjölfar sýknudóms yfir fimm mönnum og sagði dóminn áfall fyrir fjölskylduna. Dóttir hennar væri sterk en hefði þurft að þola ofbeldi.vísir/stöð 220. nóvember Sýknaðir af hópnauðgun Líklega vakti ekkert mál aðra eins athygli á árinu og hópnauðgunarmálið svokallaða. Aðdragandi þess var að í maí á síðasta ári kærði sextán ára stúlka fimm skólafélaga sína fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti. Fréttablaðið greindi frá því í júní að stúlkan hefði þurft að flytja af höfuðborgarsvæðinu og út á land til að reyna að ná áttum eftir málið. Ákært var í málinu í sumar og dómur féll í lok nóvember. Allir mennirnir fimm voru sýknaðir af nauðgun en einn sakfelldur fyrir að taka upp myndband af samförunum. Gögn málsins sýndu myndband af myndbandinu sem annar félagi mannsins tók á sinn síma. Upprunalega myndbandinu hafði verið eytt. Í kjölfar dómsins steig móðir stúlkunnar fram, fyrst með yfirlýsingu og síðar í viðtali við Ísland í dag. Þar sagði hún meðal annars að málið hefði fengið farsælli endi ef mennirnir hefðu játað strax fyrir lögreglu og beðist afsökunar. Þá hefði dóttir hennar líkast til dregið kæru sína til baka. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar.9. desemberMundi ekki hvort mistök voru gerðEitt fyrirferðarmesta dómsmál ársins var mál ríkissaksóknara gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðingi og Landspítalanum. Ásta var ákærð á síðasta ári fyrir manndráp af gáleysi en þann 3. október 2012 lést sjúklingur á hennar vakt á gjörgæsludeild. Það snerist nærri allt í höndum saksóknara þegar málið kom fyrir héraðsdóm. Ásta breytti framburði sínum fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi um hvort mistökin, að tæma ekki barkaraufartúbu sem leiddi til köfnunar mannsins, hefðu átt sér stað. Innan við tveimur sólarhringum frá atvikinu hafði hún játað atvikið á sig fyrir lögreglu. Hún gaf þær skýringar fyrir breyttum framburði að hún hefði nánast fengið taugaáfall við þau tíðindi að hún hefði kannski orðið mannsbani. Lykilvitni í málinu breyttu líka framburði sínum fyrir dómi. Samúð þjóðarinnar var gríðarleg með Ástu Kristínu sem lýsti því yfir að síðastliðin þrjú ár hefðu verið helvíti á jörðu fyrir hana. Saksóknara tókst ekki að sanna að Ásta hefði gert þau mistök sem hún var ákærð fyrir og því var sýknudómur óhjákvæmilegur. Ekki verður ákært í málinu. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
12. febrúar Útrásarmenn sitja inniHrunmálin svokölluðu voru mörg á árinu. Í febrúar voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu svokallaða. Það taldist sannað að mennirnir hefðu hafið viðskiptafléttu sem fólst í því að lána sjeiknum Al Thani fé til að kaupa fimm prósenta hlut í Kaupþingi, einungis nokkrum vikum fyrir íslenska fjármálahrunið. Með því var þeim gefið að sök að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti.Hreiðar Már Sigurðsson var áberandi í dómsmálum á árinu. Hann var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu og 2 og hálfs árs fangelsi í stóra markaðsmisnotkunarmálinu. Hann situr nú á Kvíabryggju. Í bakgrunni má sjá Sigurð Einarsson sem einnig er í fangelsi.vísir/stefánÍ kjölfar dómsins skrifaði Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, grein í Fréttablaðið þar sem hún sagði dóminn byggðan á misskilningi. „Hvað sem orðum hans líður er alveg dagljóst af lestri dómsins, að símtal tveggja manna þar sem „Óli“ kemur við sögu er lykilatriði fyrir sakfellingu eiginmanns míns í málinu. Það sem ég vildi vekja athygli á og fjölmörgum öðrum er kunnugt um er sú staðreynd að umræddur „Óli“ er bara allt annar maður en Ólafur Ólafsson.“22. aprílÍ apríl ómerkti Hæstiréttur sýknudóm yfir fyrrverandi stjórnendum og eigendum Glitnis í Aurum-málinu. Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Bjarni Jóhannesson og Magnús Arnar Arngrímsson höfðu á síðasta ári verið sýknaðir. Dómur Hæstaréttar sagði að ummæli Sverris Ólafssonar, dómara í málinu og bróður fyrrnefnds Ólafs Ólafssonar, gæfu tilefni til að ætla að hann hefði ekki verið óhlutdrægur við uppkvaðningu héraðsdómsins. Ummælin sneru að því að sérstakur saksóknari hafði í kjölfar héraðsdómsins gefið það út að hann hefði ekki vitað af tengslum Sverris og Ólafs. „Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir af því tilefni. Önnur áberandi hrunmál á árinu voru Stím-málið, Ímon-málið og BK-44.Gunnar Scheving Thorsteinsson sagði að líf sitt yrði aldrei samt eftir að hann lá undir grun um að misnota vald sitt sem lögreglumaður og fletta ólöglega upp í LÖKE-kerfinu.vísir/valli17. mars Sýknaður af leka á lögreglugögnumLögreglumaðurinn Gunnar Scheving var á árinu sýknaður af ákæru um að hafa deilt efni um sakborning úr LÖKE-kerfinu svokallaða. Áður hafði ákæruvaldið dregið til baka ákæru um að hann hefði gerst sekur um að fletta upp 40 konum án þess að uppflettingin hefði haft tilgang fyrir störf hans innan lögreglunnar. „Þegar ég var í fangaklefa í Grindavík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið,“ sagði Gunnar í viðtali í Fréttablaðinu í kjölfar málsins. Hann sneri síðan aftur til starfa innan lögreglunnar. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir varð að láta í minni pokann fyrir íslenska ríkinu en hafði þó betur að lokum þegar ákveðið var að veita lyfin þrátt fyrir dóminn.vísir/stefán18. september Ekki skylt að veita lyf sem gátu læknað Íslenska ríkið hafði betur gegn Fanneyju Björk Ásbjörnsdóttur í september en hún hafði stefnt ríkinu vegna þess að henni var synjað um lyf við lifrarbólgu C sem rannsóknir sýna að geti læknað sjúkdóm hennar. Á Íslandi eru notuð lyf sem þykja úrelt í nágrannalöndum okkar. Málið fékk engu að síður farsælan endi en samningar náðust á milli lyfjafyrirtækisins Gilead og Landspítalans, með samþykki ríkisstjórnarinnar, um meðferðarátak til að útrýma lifrarbólgu C á landinu.Mirjam Foekje van Twuijver, hollenska burðardýrið, kom hingað til lands með dóttur sína og tuttugu kíló af sterkum fíkniefnum. Hún fékk þyngsta dóm sögunnar í fíkniefnamáli þrátt fyrir að hafa verið samvinnuþýð við lögreglu og tekið þátt í tálbeituaðgerðum.vísir/stöð 28. október Samvinnufús en sakfelldÞað kom saksóknara, verjendum og Mirjam Foekje van Twuijver á óvart þegar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hana í ellefu ára fangelsi fyrir að smygla inn ríflega tuttugu kílóum af fíkniefnum fyrr á þessu ári. Dómurinn fór nærri því að sprengja refsirammann þrátt fyrir að stærri fíkniefnamál biðu afgreiðslu réttarkerfisins. Mirjam kom fram í einlægu viðtali við Ísland í dag og lýsti því hvernig líf hennar hefði einkennst af fátækt, fíkniefnaneyslu og vændi í Hollandi. Hún gaf lögreglu allar þær upplýsingar sem hún átti um höfuðpaurana í málinu og tók þátt í tálbeituaðgerðum lögreglu. Dómurinn varð tilefni viðbragða frá þingmönnum en Helgi Hrafn Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Fréttablaðið: „Löggjafinn hefur tekið þá ákvörðun að refsa mjög þungt fyrir það að smygla ólöglegum vímuefnum til landsins og það er meðvituð ákvörðun og ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta er það sem Alþingi og að veigamiklum hluta samfélagið líka, því miður, ákvað að gera til að sporna við vímuefnaneyslu.“Bandalag háskólamanna hefur kært ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna laganna sem sett voru á verkfall félagsins í sumar.vísir/pjétur13. ágúst Lög á verkfall háskólamannaÍ ágúst úrskurðaði Hæstiréttur að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að setja lög á verkfall BHM líkt og gert var þann 13. júní. Verkfall hafði þá staðið í 68 daga. Nýjustu vendingar í málinu eru þær að BHM hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu.Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu, steig fram í kjölfar sýknudóms yfir fimm mönnum og sagði dóminn áfall fyrir fjölskylduna. Dóttir hennar væri sterk en hefði þurft að þola ofbeldi.vísir/stöð 220. nóvember Sýknaðir af hópnauðgun Líklega vakti ekkert mál aðra eins athygli á árinu og hópnauðgunarmálið svokallaða. Aðdragandi þess var að í maí á síðasta ári kærði sextán ára stúlka fimm skólafélaga sína fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti. Fréttablaðið greindi frá því í júní að stúlkan hefði þurft að flytja af höfuðborgarsvæðinu og út á land til að reyna að ná áttum eftir málið. Ákært var í málinu í sumar og dómur féll í lok nóvember. Allir mennirnir fimm voru sýknaðir af nauðgun en einn sakfelldur fyrir að taka upp myndband af samförunum. Gögn málsins sýndu myndband af myndbandinu sem annar félagi mannsins tók á sinn síma. Upprunalega myndbandinu hafði verið eytt. Í kjölfar dómsins steig móðir stúlkunnar fram, fyrst með yfirlýsingu og síðar í viðtali við Ísland í dag. Þar sagði hún meðal annars að málið hefði fengið farsælli endi ef mennirnir hefðu játað strax fyrir lögreglu og beðist afsökunar. Þá hefði dóttir hennar líkast til dregið kæru sína til baka. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar.9. desemberMundi ekki hvort mistök voru gerðEitt fyrirferðarmesta dómsmál ársins var mál ríkissaksóknara gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðingi og Landspítalanum. Ásta var ákærð á síðasta ári fyrir manndráp af gáleysi en þann 3. október 2012 lést sjúklingur á hennar vakt á gjörgæsludeild. Það snerist nærri allt í höndum saksóknara þegar málið kom fyrir héraðsdóm. Ásta breytti framburði sínum fyrir dómi og bar fyrir sig minnisleysi um hvort mistökin, að tæma ekki barkaraufartúbu sem leiddi til köfnunar mannsins, hefðu átt sér stað. Innan við tveimur sólarhringum frá atvikinu hafði hún játað atvikið á sig fyrir lögreglu. Hún gaf þær skýringar fyrir breyttum framburði að hún hefði nánast fengið taugaáfall við þau tíðindi að hún hefði kannski orðið mannsbani. Lykilvitni í málinu breyttu líka framburði sínum fyrir dómi. Samúð þjóðarinnar var gríðarleg með Ástu Kristínu sem lýsti því yfir að síðastliðin þrjú ár hefðu verið helvíti á jörðu fyrir hana. Saksóknara tókst ekki að sanna að Ásta hefði gert þau mistök sem hún var ákærð fyrir og því var sýknudómur óhjákvæmilegur. Ekki verður ákært í málinu.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira