Lét ekkert stoppa sig og tók hliðið með sér í markið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 17:15 Christof Innerhofer. Vísir/Getty Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira