Það besta frá tískuárinu 2015 Ritstjórn skrifar 30. desember 2015 12:00 Brot af því besta 2015 að mati Glamour. Það gekk mikið á í tískuheiminum á árinu 2015 eins og honum er von og vísa. Ný trend skutu upp kollinum og önnur létu sig hverfa, stólaleikur hönnuða var samur við sig og götutískan stóð fyrir sínu. Glamour gerði smá lista yfir hvað heillaði ritstjórnina á árinu, brot af því besta:Best klæddu:Emmanuel Alt og Erin Wasson Báðar eru með þennan áreynslulausan stíl þar sem þær setja saman gamlan og einstakan fatnað til að búa til sinn persónulega stíl og lykillinn er að fljóta ekki í blindni eftir tískustraumunum.Bestu forsíðurnar:Kate Moss – Franska Vogue, 95 tölublað.Ljósmyndarar: Mert Alas og Marcus Piggott. Stílisering: Emanuelle Alt. Það er einhvern tilviljunarkennd sem gerir þessa forsíðu góða.Ítalska Vogue, SeptemberblaðiðLjósmyndari: Steven Meisel. Stílisering: Karl Templer. Fyrirsæta: Lexi Boling. Staðsetningin er hið fræga horn í Soho í New York þar sem Prince og Broadway mætast. Forsíðan er mynduð í gegnum bílrúðu og sýnir þar af leiðandi annað sjónarhorn en maður er vanur að sjá. Þetta horn New York borgar er ákveðinn miðpunktur í Manhattan.Caitlyn Jenner – VanityFairLjósmyndari: Annie Leibovitz. Stílisering: Jessica Diehl Annie Leibovitz nær að tækla þetta vel og býr til slándi fallega forsíðu sem á eftir að lifa lengi.Bestu auglýsingaherferðirnar:Steven Meisel – Miu Miu (Haust 2015)Miuccia Prada og Steven Meisel virðast harðákveðin í að halda samstarfi sínu áfram sem er orðið eitt það lengsta í tískuheiminum– vissulega það lengsta í hörðum heimi auglýsinga. Það er ákveðinn hráleiki í tökunum í heild sinni sem gerir það að verkum að þú vilt sjá söguna á bakvið, vita meira– sjá meira. Það sem greip mig er þessi nýja stefna, það er einhver saga þarna sem við höfum hvorki séð né heyrt áður. Ástæðan fyrir því að þetta er nýtt og með vísun í titilinn, Subjective reality, sem hafnar hinni ,,réttu” tækni og lærðri myndbyggingu sem við sjáum venjulega í tískuauglýsingum. Það er eins og að myndirnar hafi verið klipptar úr kvikmynd. Meisel kann reglurnar sem kennir honum einnig að brjóta þær. Götuljósmyndun táknar lifandi list, þetta ólærða nátturulega sjálfsöryggi. Það er áberandi alla tökuna hvað nýju Miu Miu konunni er alveg sama um þann sem horfir á sig, í þessu tilviki linsan. Hún rétt lítur við og með því færist hún nær raunverulegu konunni, með úfið hár að taka strætó í stað leigubíls, kyssir á almannafæri og er algjörlega sama.Glen Luchford – Gucci (Haust 2015)Á aðeins nokkrum mánuðum hefur Alessandro Michele, listrænn stjórnandi hjá Gucci, gefið tískhúsinu orkuna sína aftur. Gucci hefur nú endurheimt ómissandi stöðu sína í tískuheiminum. Fyrir tökuna ákvað hann að búa til andstæðu hinnar týpísku Gucci konu, sérviska hennar og rómantík í grýttum raunveruleika borgarlífsins. Glen Luchford myndaði á götunum, neðanjarðarðarlestum og í almenningsvögnum. Herferðin í heild sinni, svipar til Miu Miu herferðarinnar þar sem aðstæður voru mjög svipaðar en aftur á móti er Gucci takan meira súrrealísk.Loewe (Haust 2015) Listrænn stjórnandi, Jonathan Anderson hjá Loewe hefur með einhverju móti komist í einkasafn ljósmyndarans Steven Meisels í nýjustu herferð sinni þar sem má sjá Meisel sjálfan á myndunum ásamt fyrirsætunni Marc André Turgeon. Þetta kom mörgum á óvart þar sem Meisel hefur haldið sig frá ljósmyndurum í seinni tíð og oft erfitt að finna myndir af honum sjálfum. Herferðin er skemmtileg blanda af gömlu og nýju sem tengir saman fortíð og nútíð sem skapar ákveðna sýn inn í framtíðina.Hönnuðir ársins:LANVINLanvin undir stjórn Alber Elbaz kom mjög ferskur inn árið þrátt fyrir að hafa verið þar við stjórn í fimmtán ár. Hann fór aftur í rætur sínar í Morokkó þar sem hann var fæddur og ber sýningin það yfirbragð. Það eru tilfinningar á bakvið flíkurnar sem gerir þetta að eina af bestu sýningum Elbaz fyrr og síðar. Eins og Alber sagði sjálfur ,,you wrap it on and you are hugged by fashion". Hans verður sárt saknað frá tískuhúsinu en hann hætti í lok árs.THOMAS TAIT Tait er með einstaka hæfileika hvað varðar litasamsetningu. Vestrænt og kröftugt yfirbragð frá sjöunda áratugnum, þar sem útvíðar buxur, leðurjakkar, rennilásar og áberandi smáatriði eru hans einkenni.ALEXANDER WANG Svartir tónar í ólíkum efnum, svo sem leðri og silki komu saman á tískupallinum hjá Alexander Wang. "Metal" fílingur og mikið rokk einkenndi sýninguna.TOM FORDFlíkurnar bera merkis mikils handverksvits, eins og hnútvafin pils, og kvöldfatnaður með grafískum fljótandi prentum.Fyrirsæta ársinsJAMIE BOCHERT Fædd árið 1984 og uppgötvuð árið 2002, þá átján ára balletdansari, sem vann á veitingastað í Los Angeles. Alla tíð hefur Bochert fylgt hjartanu, látið tónlista koma fyrst og þrátt fyrir farsælan fyrirsætuferil segir hún starfið ekki skipta sig miklu máli. Bochert gekk meðal annars fyrir Lanvin, Loewe, Dries Van Noten and Givenchy þetta árið. Fréttir ársins 2015 Glamour Tíska Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour
Það gekk mikið á í tískuheiminum á árinu 2015 eins og honum er von og vísa. Ný trend skutu upp kollinum og önnur létu sig hverfa, stólaleikur hönnuða var samur við sig og götutískan stóð fyrir sínu. Glamour gerði smá lista yfir hvað heillaði ritstjórnina á árinu, brot af því besta:Best klæddu:Emmanuel Alt og Erin Wasson Báðar eru með þennan áreynslulausan stíl þar sem þær setja saman gamlan og einstakan fatnað til að búa til sinn persónulega stíl og lykillinn er að fljóta ekki í blindni eftir tískustraumunum.Bestu forsíðurnar:Kate Moss – Franska Vogue, 95 tölublað.Ljósmyndarar: Mert Alas og Marcus Piggott. Stílisering: Emanuelle Alt. Það er einhvern tilviljunarkennd sem gerir þessa forsíðu góða.Ítalska Vogue, SeptemberblaðiðLjósmyndari: Steven Meisel. Stílisering: Karl Templer. Fyrirsæta: Lexi Boling. Staðsetningin er hið fræga horn í Soho í New York þar sem Prince og Broadway mætast. Forsíðan er mynduð í gegnum bílrúðu og sýnir þar af leiðandi annað sjónarhorn en maður er vanur að sjá. Þetta horn New York borgar er ákveðinn miðpunktur í Manhattan.Caitlyn Jenner – VanityFairLjósmyndari: Annie Leibovitz. Stílisering: Jessica Diehl Annie Leibovitz nær að tækla þetta vel og býr til slándi fallega forsíðu sem á eftir að lifa lengi.Bestu auglýsingaherferðirnar:Steven Meisel – Miu Miu (Haust 2015)Miuccia Prada og Steven Meisel virðast harðákveðin í að halda samstarfi sínu áfram sem er orðið eitt það lengsta í tískuheiminum– vissulega það lengsta í hörðum heimi auglýsinga. Það er ákveðinn hráleiki í tökunum í heild sinni sem gerir það að verkum að þú vilt sjá söguna á bakvið, vita meira– sjá meira. Það sem greip mig er þessi nýja stefna, það er einhver saga þarna sem við höfum hvorki séð né heyrt áður. Ástæðan fyrir því að þetta er nýtt og með vísun í titilinn, Subjective reality, sem hafnar hinni ,,réttu” tækni og lærðri myndbyggingu sem við sjáum venjulega í tískuauglýsingum. Það er eins og að myndirnar hafi verið klipptar úr kvikmynd. Meisel kann reglurnar sem kennir honum einnig að brjóta þær. Götuljósmyndun táknar lifandi list, þetta ólærða nátturulega sjálfsöryggi. Það er áberandi alla tökuna hvað nýju Miu Miu konunni er alveg sama um þann sem horfir á sig, í þessu tilviki linsan. Hún rétt lítur við og með því færist hún nær raunverulegu konunni, með úfið hár að taka strætó í stað leigubíls, kyssir á almannafæri og er algjörlega sama.Glen Luchford – Gucci (Haust 2015)Á aðeins nokkrum mánuðum hefur Alessandro Michele, listrænn stjórnandi hjá Gucci, gefið tískhúsinu orkuna sína aftur. Gucci hefur nú endurheimt ómissandi stöðu sína í tískuheiminum. Fyrir tökuna ákvað hann að búa til andstæðu hinnar týpísku Gucci konu, sérviska hennar og rómantík í grýttum raunveruleika borgarlífsins. Glen Luchford myndaði á götunum, neðanjarðarðarlestum og í almenningsvögnum. Herferðin í heild sinni, svipar til Miu Miu herferðarinnar þar sem aðstæður voru mjög svipaðar en aftur á móti er Gucci takan meira súrrealísk.Loewe (Haust 2015) Listrænn stjórnandi, Jonathan Anderson hjá Loewe hefur með einhverju móti komist í einkasafn ljósmyndarans Steven Meisels í nýjustu herferð sinni þar sem má sjá Meisel sjálfan á myndunum ásamt fyrirsætunni Marc André Turgeon. Þetta kom mörgum á óvart þar sem Meisel hefur haldið sig frá ljósmyndurum í seinni tíð og oft erfitt að finna myndir af honum sjálfum. Herferðin er skemmtileg blanda af gömlu og nýju sem tengir saman fortíð og nútíð sem skapar ákveðna sýn inn í framtíðina.Hönnuðir ársins:LANVINLanvin undir stjórn Alber Elbaz kom mjög ferskur inn árið þrátt fyrir að hafa verið þar við stjórn í fimmtán ár. Hann fór aftur í rætur sínar í Morokkó þar sem hann var fæddur og ber sýningin það yfirbragð. Það eru tilfinningar á bakvið flíkurnar sem gerir þetta að eina af bestu sýningum Elbaz fyrr og síðar. Eins og Alber sagði sjálfur ,,you wrap it on and you are hugged by fashion". Hans verður sárt saknað frá tískuhúsinu en hann hætti í lok árs.THOMAS TAIT Tait er með einstaka hæfileika hvað varðar litasamsetningu. Vestrænt og kröftugt yfirbragð frá sjöunda áratugnum, þar sem útvíðar buxur, leðurjakkar, rennilásar og áberandi smáatriði eru hans einkenni.ALEXANDER WANG Svartir tónar í ólíkum efnum, svo sem leðri og silki komu saman á tískupallinum hjá Alexander Wang. "Metal" fílingur og mikið rokk einkenndi sýninguna.TOM FORDFlíkurnar bera merkis mikils handverksvits, eins og hnútvafin pils, og kvöldfatnaður með grafískum fljótandi prentum.Fyrirsæta ársinsJAMIE BOCHERT Fædd árið 1984 og uppgötvuð árið 2002, þá átján ára balletdansari, sem vann á veitingastað í Los Angeles. Alla tíð hefur Bochert fylgt hjartanu, látið tónlista koma fyrst og þrátt fyrir farsælan fyrirsætuferil segir hún starfið ekki skipta sig miklu máli. Bochert gekk meðal annars fyrir Lanvin, Loewe, Dries Van Noten and Givenchy þetta árið.
Fréttir ársins 2015 Glamour Tíska Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour