Viðskipti erlent

90 milljónir hverfa af vinnumarkaði í Kína fyrir árið 2040

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutfall fólks á vinnumarkaði mun dragast saman um 10 prósent í Kína á næstu 25 árum.
Hlutfall fólks á vinnumarkaði mun dragast saman um 10 prósent í Kína á næstu 25 árum.
Hlutfall fólks á vinnumarkaði í Kína mun dragast saman um 10 prósent, eða 90 milljónir, á næstu 25 árum samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Í dag búa fleiri eldri borgarar í Kína heldur en nokkru öðru þróuðu ríki. 114 milljónir manna eru eldri en 65 ára í landinu.

Árið 2012 fækkaði á vinnumarkaði í fyrsta sinn í Kína í marga áratugi og mun þróunin halda áfram. Meðal ástæða þess eru ströng lög sem sett voru árið 1979 sem kváðu um að fólk mætti bara eignast eitt barn. Búið er að breyta lögunum í dag í tvö börn. Talið er að þetta geti haft efnahagslegan skaða þar sem of fáir munu vera á vinnumarkaði til að viðhalda hagkerfinu. Auk þess er talið að vörur frá Kína gætu orðið dýrari í kjölfarið.

Önnur lönd í Asíu eiga við svipað vandamál að stríða. Má þar nefna Thaíland og Japan þar sem hlutfall fólks á vinnumarkaði mun einnig dragast saman um 10 prósent á næstu 25 árum. Í Suður Kóreu er spáð ennþá verri þróun, en talið er að hlutfall fólks á vinnumarkaði þar muni dragast saman um 15 prósent.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×