Segja háskólamenntun ekki alltaf borga sig í Bandaríkjunum Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 10:57 Samkvæmt skýrslu Goldman Sachs, borgar sig að mennta sig í bestu háskólum Bandaríkjanna, eins og Harvard. Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það borgar sig ekki alltaf að fjárfesta í háskólamenntun í Bandaríkjunum, þetta er mat greiningaraðila hjá Goldman Sachs. Í nýrri skýrslu segir bankinn að það borgi sig ekki að fara í 25 prósent af lélegustu skólum landsins, tekjurnar sem útskrifaðir nemendur þeirra skóla fá eru lægri en þeirra sem eru einungis búnir með menntaskóla. Jafnvel þeir sem eru í miðlungsgóðum skólum ættu að endurskoða ákvörðun sína. Það er farið að borga sig minna að sækja sér háskólamenntun segir í skýrslunni. Árið 2010 tók útskrifaða nemendur um átta ár að endurgreiða námslán sín sem nema allt að tugum milljónum króna. Tíminn til endurgreiðslu hefur hækkað, þeir sem útskrifast í ár munu ekki vera búnir að endurgreiða menntunina fyrr en níu árum eftir útskrift, og þeir sem útskrifast árið 2050 munu ekki vera búnir að endurgreiða námið fyrr en fimmtán árum eftir útskrift. Þrátt fyrir hátt hlutfall þeirra sem sækja sér háskólamenntun í Bandaríkjunum, kvarta fyrirtæki þar ennþá yfir því að geta ekki fundið menntaða starfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að það borgi sig ennþá að fara í bestu skóla landsins, eins og MIT, það muni leiða til hærri launa og betri starfstækifæra. Auk þess getur greinin sem einstaklingurinn mentar sig í haft áhrif. Þeir sem læra viðskiptafræði, eða á heilbrigðisvísindasviði eru mun líklegri til að endurgreiða námslánin hratt. Hins vegar virðast aðstæður vera orðnar þannig að það geti frekar borgað sig fyrir Bandaríkjamenn að sækja sér námskeið á netinu, en að eyða tugum milljóna í háskólamenntun.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira