Viðskipti erlent

Hlutabréf í Sports Direct hrynja

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hneykslismál hefur komið upp hjá Sports Direct, the Guardian ásakar fyrirtækið um að borga starfsmönnum í London undir lágmarkslaunum.
Hneykslismál hefur komið upp hjá Sports Direct, the Guardian ásakar fyrirtækið um að borga starfsmönnum í London undir lágmarkslaunum. Vísir/Getty
Yfir 500 milljónir punda, jafnvirði 98 milljarða íslenskra króna, af markaðsvirði Sports Direct hefur þurrkast út, eftir að tilkynnt var um lélega afkomu fyrirtækisins og það að illa væri komið fram við starfsmenn verslunarinnar í London.

Hlutabréf Sports Direct féllu um 13 prósent eftir að tilkynnt var um afkomuna. Sala jókst einungis um 0,1 prósent á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins fram til 25. október. Hagnaður nam 166 milljónum punda, jafnvirði 32,6 milljarða íslenskra króna, en væntingar voru um 180 milljón punda hagnað, eða 35,8 milljarða króna hagnað.

Í gær leiddi grein hjá the Guardian í ljós að starfsmenn Sports Direct í London væru að fá laun undir lágmarkslaunum. Þetta hneykslismál er strax farið að hafa áhrif á hlutabréfaverð fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×