Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 10. desember 2015 15:30 Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365. MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. „Þetta er það langstærsta sem Gunni hefur farið í. Fari þetta vel þá mun þetta skjóta honum upp á stjörnuhimininn út um allan heim. Hann verður ekki lengur bara frægur í Evrópu heldur líka í Bandaríkjunum og Brasilíu,“ segir Jón Viðar en það er gríðarlega mikið undir hjá báðum köppum enda stefna þeir báðir á heimsmeistaratitilinn.Sjá einnig: Maia: Ég er betri í gólfinu en Gunnar „Ef Gunnar vinnur besta glímumanninn í deildinni þá eru það mjög stór skilaboð frá Gunna og það beint í kjölfarið á sigri á besta boxaranum í deildinni.“ Jón býst við því að Gunni muni láta reyna áfram á boxið gegn Maia enda þurfi hann ekki að verja sig of mikið. „Gunni er nefnilega ekkert hræddur við að fara með honum í gólfið. Gunna langar svo að upplifa að fara í gólfið með honum. Hann mun samt ekki taka neinar áhættur og reynir örugglega að slá hann niður fyrst.“Sjá einnig: Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar var í frábæru formi síðasta sumar, betra formi en áður. Hann segist vera í enn betra formi núna. „Andlegi hlutinn skiptir miklu máli og hann var að vinna með hann í síðasta bardaga. Honum líður mjög vel,“ segir Jón Viðar og bætir við að tapið gegn Rick Story hafi gert Gunnari mjög gott. „Það er stærsti hlutinn af hans breytingu. Hlutirnir voru orðnir of auðveldir fyrir hann. Ef hann tekur þennan og einn til tvo í viðbót þá fær Gunni titilbardaga.“ Jón Viðar segist eðlilega vera stressaður á bardagakvöldunum en líði vel því nær búrinu sem hann er. „Ég hef verið bæði heima og upp við búrið. Því lengra sem ég er frá því stressaðri verð ég.“Bardagakvöldið stóra með Gunnari Nelson og Conor McGregor verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is. Íþróttadeild 365 er í Las Vegas og flytur ykkur nýjustu tíðindi. Fylgstu með á Facebook, Twitter og Snapchat: sport365.
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Lítil hindrun úr Hafnarfirði Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Sjá meira