Kavanagh: Veit ekki hvort orðið stress sé til á íslensku en Gunni kann það ekki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2015 12:00 Gunnar Nelson berst gegn Demian Maia á UFC 194. vísir/getty Gunnar Nelson stígur inn í búrið aðra nótt gegn Brasilíumanninum Demian Maia. Þetta er bardagi sem margir hafa beðið eftir en Maia og Gunnar eru taldir tveir af bestu gólfglímumönnum heims. „Maia er einn sá besti sem hefur komið úr BJJ og náð að færa það yfir í blandaðar bardagalistir. Gunni á samt eftir að sýna að hann er besti gólfglímumaðurinn í blönduðum bardagalistum. Hann lærði gólfglímu til að nota í bardaga en ekki í jiu jitsu keppnum,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars, í viðtali við MMA Fréttir.Sjá einnig:Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Kavanagh þekkir vel til Demian Maia og ber mikla virðingu fyrir gólfglímuhæfni hans. Hann vill þó meina að Gunni sé betri bardagamaður. „Maia er magnaður í gólfinu en eins og í bardaganum gegn Rory McDonald varð hann þreyttur þrátt fyrir að vera ofan á í fyrstu lotu,“ segir Kavanagh.Gunnar Nelson og John Kavanagh.vísir/gettyBerst vonandi um titilinn í sumar „Maia var stressaður þegar hann var standandi. Ég veit ekki hvort orðið stress sé til í íslenskum orðaforða og þó það sé til skilur Gunni það hvort sem er ekkert.“ „Ég held að hann reyni að fara í gólfið. Maia fór í gegnum skeið þar sem hann reyndi að berjast standandi en slasaði sig bara.“Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Írinn Kavanagh er virtasti MMA-þjálfarinn á Bretlandseyjum og hefur gert honum gott að þjálfa bæði Gunnar Nelson og írsku ofurstjörnuna Conor McGregor. Hann hefur kennt Gunnari ansi mikið og prófað meira að segja brögðin hans Maia á okkar manni. „Maia er góður í gólfinu, svo góður að ég skal viðurkenna að ég stal hreyfingum frá honum sem ég kenni mínum nemendum. Ég hef samt reynt brögðin hans Maia á Gunna en það er ekkert grín að að ná þessum brögðum á mjöðmunum á Gunna,“ segir Kavanagh, en hvað gerist hjá Gunnari ef hann vinnur? „Vonandi fær hann bardaga í mars eða apríl og svo berst hann um veltivigtartitilinn á UFC 200 þar sem Conor ver vonandi sinn titil í fjaðurvigtinni sama kvöld. Þannig sé ég þetta fara,“ segir John Kavanagh. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Gunnar Nelson stígur inn í búrið aðra nótt gegn Brasilíumanninum Demian Maia. Þetta er bardagi sem margir hafa beðið eftir en Maia og Gunnar eru taldir tveir af bestu gólfglímumönnum heims. „Maia er einn sá besti sem hefur komið úr BJJ og náð að færa það yfir í blandaðar bardagalistir. Gunni á samt eftir að sýna að hann er besti gólfglímumaðurinn í blönduðum bardagalistum. Hann lærði gólfglímu til að nota í bardaga en ekki í jiu jitsu keppnum,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars, í viðtali við MMA Fréttir.Sjá einnig:Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Kavanagh þekkir vel til Demian Maia og ber mikla virðingu fyrir gólfglímuhæfni hans. Hann vill þó meina að Gunni sé betri bardagamaður. „Maia er magnaður í gólfinu en eins og í bardaganum gegn Rory McDonald varð hann þreyttur þrátt fyrir að vera ofan á í fyrstu lotu,“ segir Kavanagh.Gunnar Nelson og John Kavanagh.vísir/gettyBerst vonandi um titilinn í sumar „Maia var stressaður þegar hann var standandi. Ég veit ekki hvort orðið stress sé til í íslenskum orðaforða og þó það sé til skilur Gunni það hvort sem er ekkert.“ „Ég held að hann reyni að fara í gólfið. Maia fór í gegnum skeið þar sem hann reyndi að berjast standandi en slasaði sig bara.“Sjá einnig:Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Írinn Kavanagh er virtasti MMA-þjálfarinn á Bretlandseyjum og hefur gert honum gott að þjálfa bæði Gunnar Nelson og írsku ofurstjörnuna Conor McGregor. Hann hefur kennt Gunnari ansi mikið og prófað meira að segja brögðin hans Maia á okkar manni. „Maia er góður í gólfinu, svo góður að ég skal viðurkenna að ég stal hreyfingum frá honum sem ég kenni mínum nemendum. Ég hef samt reynt brögðin hans Maia á Gunna en það er ekkert grín að að ná þessum brögðum á mjöðmunum á Gunna,“ segir Kavanagh, en hvað gerist hjá Gunnari ef hann vinnur? „Vonandi fær hann bardaga í mars eða apríl og svo berst hann um veltivigtartitilinn á UFC 200 þar sem Conor ver vonandi sinn titil í fjaðurvigtinni sama kvöld. Þannig sé ég þetta fara,“ segir John Kavanagh. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37