Fótbolti

Elísa eltir systur sína í Val og Arna Sif semur líka

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir á Hlíðarenda í dag.
Elísa Viðarsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir á Hlíðarenda í dag. mynd/valur
Valur ætlar sér stóra hluti í Pepsi-deild kvenna sumar. Hlíðarendafélagið fékk til sín Margréti Láru Viðarsdóttur fyrr í vetur og bætti í dag við tveimur landsliðsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals.

Það eru þær Elísa Viðarsdóttir, systir Margrétar Láru, og Arna Sif Ásgrímsdóttir sem var fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA árið 2012.

Elísa, sem skrifaði undir eins árs samning, er 24 ára og lék síðast með Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði einnig með Margréti Láru. Hún á að baki 21 landsleik.

Arna Sif skrifaði undir tveggja ára samning, en þessi 23 ára gamli varnarmaður spilaði með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Arna Sif á að baki sjö A-landsleiki en hún var einn af albestu miðvörður Pepsi-deildarinnar áður en hún fór út í atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð.

Auk Margrétar, Elísu og Örnu er Valur búinn að bæta við sig Rúnu Sif Stefánsdóttur frá Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×