Innlent

Youth er kvikmynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Mynd/Gianni Fiorito
Kvikmyndin Youth í leikstjórn Paolo Sorrentino hlaut rétt í þessu verðlaun á Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem kvikmynd ársins.

Íslenska myndin Hrútar var einnig tilnefnd í flokknum auk myndanna Victoria í leikstjórn Sebastian Schipper, Youth eftir eftir Paolo Sorrentino, A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence í leikstjórn sænska leikstjórans Roy Andersson, The Lobster í leikstjórn Yorgos Lanthimos og Mustang í leikstjórn Deniz Gamze Ergüven.

Með aðalhlutverk í myndinni fer breski leikarinn Sir Michael Caine sem einnig fékk verðlaun sem besti leikarinn og einnig sérstök heiðursverðlaun. En handritshöfundur Youth, Yorgos Lanthimos var einnig verðlaunaður. 

Einnig fékk leikkonan Charlotte Rampling sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til leiklistarinnar og fékk hún einnig verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í 45 Years.

Einnig fékk breski leikarinn Christoph Waltz heiðursverðlaun.

Songs of the Sea var valin besta teiknimyndinni en henni er leikstýrt af Tomm Moore.

Amy í leikstjórn Asif Kapadia var valin besta heimildarmyndin en myndin fjallar um ævi söngkonunnar Amy Winehouse.

Leikstjóri og handritshöfundur Hrúta er Grímur Hákonarson, með aðalhlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Myndin er tekin upp af Sturla Brandth Grøvlen og framleidd af Grímari Jónssyni fyrir Netop films. Um klippingu sá Kristján Loðmfjörð og tónlistina samdi Atli Örvarsson. Eina íslenska kvikmyndin sem hlotið hefur tilnefningu sem besta kvikmyndin er myndin Magnús eftir Þráin Bertelsson en hún var tilnefnd árið 1989 en laut í lægra haldi fyrir frönsku myndinni Landscape in the Mist.

Ervópsku kvikmyndaverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1988 og fóru fram í Berlín í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×