Erfiðasta jólagjöfin er til maka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“ Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira