Lífið

Eins manns gítarher tæklar allt upphafsstef Star Wars

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gítarleikarinn Carter Cooper réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en útkoman er mögnuð.
Gítarleikarinn Carter Cooper réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en útkoman er mögnuð. Skjáskot
Nú þegar styttist óðum í frumsýningu myndarinnar Star Wars: Episode VII - The Force Awakens er spenningurinn að nálgast suðumark. Hingað til hefur öll athygli beinst að söguþræði myndarinnar sem væri þó ekkert án hinnar mögnuðu tónlistar John Williams.

Flestir kannast við upphafslag Star Wars en færri hafa þó heyrt það í búningi Cooper Carter sem tók sig til og spilaði allt upphafsstef Star Wars á gítar. Útkoman er vægast sagt stórkostleg og hlusta má á hana hér fyrir neðan.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag og hafa æstir aðdáendur beðið í röðum eftir miðum. Hér á Íslandi verður myndin frumsýnd 17. desember.

Til samanburðar má hér hlusta á upprunalegu útgáfu John Williams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×