Viðskipti erlent

100 þúsund bankamenn misstu vinnuna á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meðal bankanna sem hafa skorið niður þúsunda starfsmanna eru HSBC, Morgan Stanley, Standard Chartered, Royal Bank of Scotland, og Credit Suisse. Talið er að Barclays og BNP Paribas muni tilkynna um niðurskurð á nýju ári.
Meðal bankanna sem hafa skorið niður þúsunda starfsmanna eru HSBC, Morgan Stanley, Standard Chartered, Royal Bank of Scotland, og Credit Suisse. Talið er að Barclays og BNP Paribas muni tilkynna um niðurskurð á nýju ári. Vísir/Getty
Á árinu hafa tæplega 100 þúsund bankamenn misst vinnuna. Ellefu stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa skorið niður því sem nemur 10 prósent af starfsmönnum sínum á árinu, samkvæmt greiningu Financial Times.

Meðal bankanna sem hafa skorið niður þúsunda starfsmanna eru HSBC, Morgan Stanley, Standard Chartered, Royal Bank of Scotland, og Credit Suisse. Talið er að Barclays og BNP Paribas muni tilkynna um niðurskurð á nýju ári.

Í ræðu sinni fyrir nokkrum vikum varaði Antony Jenkins, fráfarandi forstjóri Barclays, við því að allt að helmingur starfa í bönkum gætu verið leyst af hólmi af smáforritum og reikniritum á næstu tíu árum.

Jenkins telur að snjallforrit sem gera notendum kleift að greiða, lána, og fjárfesta á ódýrari, fljótlegri og snjallari hátt séu að ógna þessum bankastörfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×