„Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 16:50 Hermann Ragnarsson vinnur að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar. Vísir/Stöð 2 Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15