Viðskipti erlent

660 prósent fleiri kvenkyns milljarðamæringar

Sæunn Gísladóttir skrifar
145 konur eru í dag milljarðamæringar, samanborið við einungis 22 árið 1995. Meðal ástæðna þess er aukning í fjölda kvenna sem taka yfir fjölskyldufyrirtæki.
145 konur eru í dag milljarðamæringar, samanborið við einungis 22 árið 1995. Meðal ástæðna þess er aukning í fjölda kvenna sem taka yfir fjölskyldufyrirtæki. Vísir/Getty
Kvenkyns milljarðamæringar hafa aldrei verið fleiri og eru í dag 145, samanborið við einungis 22 árið 1995. Þetta kemur fram í rannsókn UBS og PricewaterhouseCoopers. Konur eru að safna auði í fasteignum, stóriðju og heilsugeiranum.

Fleiri konur eru að verða milljarðamæringar bæði sem frumkvöðlar og með því að taka yfir fjölskyldufyrirtækin sín. Áttatíu prósent kvenkyns milljarðamæringa eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og hafa flestar erft auð sinn. Í Asíu eru þær flestar fyrstu kynslóðar frumkvöðlar sem hafa skapað sinn eigin auð. 

Karlkyns frumkvöðlum fjölgar hægar og hefur fjölgað um 520 prósent síðan árið 1995. Þeir eru 90 prósent milljarðamæringa heimsins. Spáð er því að fleiri konur muni bætast í milljarðamæringahópinn á næstu árum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×