Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2015 07:00 John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í Moskvu vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. Máritanía Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis.
Máritanía Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira