Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2015 11:15 Brotahópar geta haft mikinn hag af upplýsingum. Sem dæmi var virði fíkniefnanna sem fundust í Norrænu þann 8. september síðastliðinn tæplega milljarður króna. Vísir/GVA Lögreglumaðurinn sem var vikið frá störfum til skamms tíma áður en honum var boðið að hefja störf á annarri deild, vegna gruns um leka á upplýsingum, gegndi stöðu yfirmanns. Í umfjöllun Vísis hefur komið fram að yfirmaðurinn var í aðstöðu til að hafa meðal annars áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. Lögreglan verst allra fregna af málinu en bæði Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, neita að tjá sig um málið og vísa á lögreglustjórann Sigríði Björk Guðjónsdóttur.Í skriflegu svari lögreglustjórans til Vísis á mánudag sagði að ekki væri hægt að veita upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Bent var á að ef grunur léki á um refsivert brot lögreglumanns færi ríkissaksóknari með slík mál. Vísir sendi Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrirspurn vegna málsins á mánudag en svar hefur ekki borist.Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki viljað tjá sig um málið.Vísir/GVAEnn við störf hjá lögregluSamkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi vegna gruns um leka. Í kringum hálft ár er liðið síðan sú ákvörðun var tekin en lögreglumaðurinn er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Brotahópar eða aðilar sem til rannsóknar eru geta haft mikinn hag af því að vera upplýstir um aðgerðir lögreglu, hvort sem aðgerðirnar beinast gegn þeim sjálfum eða samkeppnisaðilum þeirra. Hvatinn getur verið ýmis, en líklega mestur að komast upp með skipulögð brot.Vísir hefur fjallað um verðmæti þeirra fíkniefna sem haldlögð hafa verið á undanförnum mánuðum. Verðmætin hlaupa á mörg hundrað milljónum króna og leynist það því engum hve dýrmætt væri fyrir skipuleggjendur slíks máls að hafa innsýn í eða upplýsingar um eftirlit löggæslustofnana. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem var vikið frá störfum til skamms tíma áður en honum var boðið að hefja störf á annarri deild, vegna gruns um leka á upplýsingum, gegndi stöðu yfirmanns. Í umfjöllun Vísis hefur komið fram að yfirmaðurinn var í aðstöðu til að hafa meðal annars áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. Lögreglan verst allra fregna af málinu en bæði Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, neita að tjá sig um málið og vísa á lögreglustjórann Sigríði Björk Guðjónsdóttur.Í skriflegu svari lögreglustjórans til Vísis á mánudag sagði að ekki væri hægt að veita upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Bent var á að ef grunur léki á um refsivert brot lögreglumanns færi ríkissaksóknari með slík mál. Vísir sendi Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara fyrirspurn vegna málsins á mánudag en svar hefur ekki borist.Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki viljað tjá sig um málið.Vísir/GVAEnn við störf hjá lögregluSamkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi vegna gruns um leka. Í kringum hálft ár er liðið síðan sú ákvörðun var tekin en lögreglumaðurinn er enn við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Brotahópar eða aðilar sem til rannsóknar eru geta haft mikinn hag af því að vera upplýstir um aðgerðir lögreglu, hvort sem aðgerðirnar beinast gegn þeim sjálfum eða samkeppnisaðilum þeirra. Hvatinn getur verið ýmis, en líklega mestur að komast upp með skipulögð brot.Vísir hefur fjallað um verðmæti þeirra fíkniefna sem haldlögð hafa verið á undanförnum mánuðum. Verðmætin hlaupa á mörg hundrað milljónum króna og leynist það því engum hve dýrmætt væri fyrir skipuleggjendur slíks máls að hafa innsýn í eða upplýsingar um eftirlit löggæslustofnana.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15 Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Tólf ára fangelsisdómur virðist óumflýjanlegur Hollenskt par flutti til landsins fíkniefni að virði tæplega milljarðs. Dómafordæmi gera að verkum að miklar líkur eru á að þau hljóti hámarksrefsingu. 11. desember 2015 16:15
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Tjá sig ekki um ástæður þess að lögreglumaðurinn var færður til í starfi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, svarar engum spurningum vegna lögreglumanns á höfuðborgarsvæðinu sem var færður til í starfi vegna gruns um leka á upplýsingum. 14. desember 2015 15:00