Viðskipti erlent

Líklega dýrasta appelsín í heimi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verðið á appelsíni hækkaði eftir helgi þegar nær dró jólum.
Verðið á appelsíni hækkaði eftir helgi þegar nær dró jólum. Vísir/Getty
Íslendingar í Noregi kaupa gjarnan malt og appelsín fyrir jólinn. Verslunin Helgø-Meny í Stavanger hlýtur þó að selja eitt dýrasta malt og appelsín í heimi. Dósin þar kostar nú 41 norska krónu með skilagjaldi sem er ein króna og fæst til baka, ef maður skilar dósinni kostar dósin þá tæplega 600 íslenskar krónur.

Atli Steinn Guðmundsson, vakti athygli á þessu á Facebook og bætti jafnframt við að verðmiðinn hefði verið 36,9 krónur á laugardaginn og hækkað yfir hátíðartímann. Því hlyti þetta að vera eitt dýrasta gos heims, líterinn kostar 1200 krónur.

Til samanburðar kostar hálfur líter af malt og appelsíni 150 krónur í íslenskum lágvöruverslunum og tveggja lítra appelsín kostar um 250 krónur, samkvæmt verðkönnun ASÍ.


Verslunin Helgø-Meny í Stavanger selur malt og appelsín fyrir jólin og vita kaupmenn þar á bæ glöggt að Íslendingar...

Posted by Atli Steinn Guðmundsson on Wednesday, 16 December 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×