Stýrivextir hækkaðir í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í áratug Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2015 19:39 Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísir/Getty Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0.25 prósentustig. Er þetta í fyrsta sinn í nærri áratug sem stýrivextir eru hækkaðir í Bandaríkjunum. Stýrivextirnir voru fyrir ákvörðun dagsins á bilinu 0-0.25 prósentustig en verða nú á bilinu 0.25-0.5 prósentustig. Í rökstuðningi nefndarinnar sem tekur ákvörðunina segir að staða á atvinnumarkaði í Bandaríkjunum hafi batnað til muna að undanförnu og gerir hún ráð fyrir því að verbólga muni aukast á næstunni. Hefur hún verið lág að undanförnu í Bandaríkjunum og telur Seðlabankinn að verðbólgan muni ná verðbólguspám bankans sem gera ráð fyrir tvö prósent verðbólgu. Því sé rétt að bregðast við með að hækka stýrivexti. Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum sem voru hluti aðgerða stjórnvalda þar í landi til að bregðast við efnahagskreppunni miklu sem hófst árið 2008. Í desember það ár lækkaði Seðlabankinn stýrivexti niður í 0-0.25 prósent og hafa stýrivextirnir haldist á því bili síðan. Fyrir árið 2008 hafði Seðlabankinn aldrei lækkað stýrivexti niður fyrir 0.63 prósentustig.Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýnir þróun stýrivaxta í Bandaríkjunum frá árinu 2005. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0.25 prósentustig. Er þetta í fyrsta sinn í nærri áratug sem stýrivextir eru hækkaðir í Bandaríkjunum. Stýrivextirnir voru fyrir ákvörðun dagsins á bilinu 0-0.25 prósentustig en verða nú á bilinu 0.25-0.5 prósentustig. Í rökstuðningi nefndarinnar sem tekur ákvörðunina segir að staða á atvinnumarkaði í Bandaríkjunum hafi batnað til muna að undanförnu og gerir hún ráð fyrir því að verbólga muni aukast á næstunni. Hefur hún verið lág að undanförnu í Bandaríkjunum og telur Seðlabankinn að verðbólgan muni ná verðbólguspám bankans sem gera ráð fyrir tvö prósent verðbólgu. Því sé rétt að bregðast við með að hækka stýrivexti. Með ákvörðun Seðlabankans lýkur fordæmalausu tímabili lágra stýrivaxta í Bandaríkjunum sem voru hluti aðgerða stjórnvalda þar í landi til að bregðast við efnahagskreppunni miklu sem hófst árið 2008. Í desember það ár lækkaði Seðlabankinn stýrivexti niður í 0-0.25 prósent og hafa stýrivextirnir haldist á því bili síðan. Fyrir árið 2008 hafði Seðlabankinn aldrei lækkað stýrivexti niður fyrir 0.63 prósentustig.Hér fyrir neðan má sjá línurit sem sýnir þróun stýrivaxta í Bandaríkjunum frá árinu 2005.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira